KVENNABLAÐIÐ

Fadi Fawaz handtekinn fyrir að rústa húsi George Michael heitins

Fyrrverandi kærasti George Michael, Fadi Fawaz (46), var leiddur út í járnum fyrir að hafa stórskemmt hús söngvarans sáluga í Lodon.

Lögreglan mætti á svæðið, en eins og Sykur greindi frá í síðustu viku, tóku nágrannarnir eftir því að Fadi hefði verið með ótrúlegan hávaða og brotið allt og bramlað. Hann þóttist vera í endurbótum á húsinu, en ættingar George voru ekki sáttir.

Auglýsing

Þegar nágrannarnir sáu að vatn kom út um útidyrahurðina eftir mjög háværa skelli og brothljóð var þeim ekki sama og hringdu á lögreglu.

„Lögreglan var kölluð að húsinu þriðjudaginn 23 júlí um kl. 19 til að athuga með mann sem sást á þaki hússins. Lögreglumennirnir athuguðu málið en maðurinn var þá kominn inn í húsið sem var mjög skemmt. Vegna skemmdanna inni í húsinu var slökkvilið einnig kallað til.”
Fadi var handtekinn og er í haldi lögreglu í London. Búist er við að hann verði ákærður fyrir skemmdirnar.

Hefur Fadi búið í húsi Georges sem er sex milljóna Bandaríkjadala virði, frá því á jóladag 2016 þegar George fannst þar látinn.

Auglýsing

Fadi hefur lýst því margoft yfir að hann muni ekki yfirgefa húsið „nema í kistu.” Fadi hefur einnig haldið því fram að þeir George hafi ekki verið hættir saman, þeir hafi verið mjög ástfangnir.

Nágranni George segir í viðtali við The Sun eftir að hafa séð húsið: „Skemmdirnar inni í húsinu…eru mjög miklar. Ég hef aldrei séð annað eins. Hver einasta hurð, hver einasti gluggi…allt sem George skildi eftir er ónýtt. Meira að segja klósettin og vaskarnir hafa verið brotin. Það eru skemmdir á veggjum og jafnvel loftunum. Þetta hefur ekki gerst á einni nóttu, þetta eru kerfisbundin skemmdarverk í langan tíma. Þetta er synd því George elskaði þetta hús og það var svo fallegt.”