KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum elskhugi George Michael gekk berserksgang í húsi hans

Fadi Fawaz, fyrrum kærasti George Michaels heitins, settist að án heimildar í húsi Georges í London. Samkvæmt heimildum hefur hann nú rústað húsinu.  The Sun greinir frá þessu. Fadi (45) var ævareiður og braut margar rúður og viftuljós í húsinu, en það er um sex milljón dollara virði.

Vinnumaður í nágrenninu sem varð vitni að atburðinum segir: „Það voru glerbrot fljúgandi út um allt. Hann gekk algeran berserksgang.“ Annar vinnumaður sagði: „Hann varð bara klikkaður og fór að brjóta allt á staðnum. Þetta var óhugnanlegt.“

Auglýsing
Fawaz játaði að hafa brotið rúðurnar, en staðhæfði að hann hefði verið að „gera við og breyta“ í húsinu.“

Sagði hann einnig við blaðamann: „Ég get spurt hvenær þetta verður búið og látið þig vita. Þetta er allt í lagi.“ Fadi Fawaz hefur, eins og áður sagði, verið í húsinu án nokkurrar heimildar. Fjölskylda Michaels er að berjast við kerfið og reyna að fá umsjón yfir öllum eigum hans og arfi. Þau hyggjast neyða Fawas til að yfirgefa húsið en þau trúa að þeir hafi verið hættir saman þegar George lést.

Auglýsing

George var mörgum harmdauði, en hann lést á jóladag árið 2016, 53 ára að aldri. Þá tilkynnti Fawaz um andlát hans, en hann hringdi í neyðarlínuna eftir að hann fann söngvarann „kaldan og bláan“ í rúminu heima hjá sér.

Fawaz, sem er fyrrum hárgreiðslumaður, var grillaður af lögregluyfirvöldum í margar vikur vegna ótímabærs andláts George, þar til lögreglan hreinsaði hann af öllum grun. Dánardómstjóri ákvarðaði að dánarosökin væri af eðlilegum orsökum.

 

Fjölskyldumeðlimur segir við The Sun varðandi baráttuna við Fawaz: „Húsið er farið að láta á sjá. Við óttumst helst að það þurfi að rífa það.“ Michael skildi ekkert eftir fyrir Fawaz í erfðaskránni. Talsmaður búsins vildi ekki segja neitt um málið.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!