KVENNABLAÐIÐ

Þriggja barna faðir og eiginmaður svipti sig lífi eftir óviðráðanlega spilafíkn á netinu

Hinn „fullkomni” eiginmaður sem faldi spilafíkn sína fyrir öllum, meira að segja eiginkonunni, svipti sig lífi í mars á þessu ári, 2019. Lucie Evans hefur nú talað opinskátt um fíknina, sorgina og þessar óvæntu fréttir – hún hafði nefnilega ekki hugmynd um að maðurinn hennar ætti við þessa fíkn að stríða.

bett22

Fjórum mánuðum eftir fráfall Jowan Evans hefur ekkja hans talað um sjálfsvígið og hvaða áhrif það hefur haft á fjölskylduna.

Auglýsing

Jowan, sem var frá Cornwall í Bretlandi, hvarf frá heimili sínu. Lucie kom fram í fjölmiðlum og grátbað um einhverjar upplýsingar sem gætu varpað ljósi á hvarf hans.

Jowan fannst svo í skógi eftir mikla leit lögreglu og var hann látinn.

bett2

Nú hvetur Lucie aðra til að leita sér hjálpar gagnvart „skrímslinu” eins og hún vísar í spilafíknina.

Hin syrgjandi ekkja hefur lýst Jowan sem hinum fullkomna eiginmanni og enginn hafi vitað um spilafíknina fyrr en að honum látnum.

Auglýsing

Stofnaður hefur verið reikningur til að hjálpa við uppeldi þriggja sona þeirra. Segir Lucie: „Það er virkilega erfitt að deila með öllum þeim sársaukafullu kringumstæðum fjölskyldu okkar. Eins og margir vita tók Jowan sitt eigið líf í mars 2019, aðeins 32 ára að aldri og skildi eftir stórt skarð í lífum okkar.”

Vefsíðan hefur verið sett upp – ekki aðeins til að styðja hina þrjá fallegu drengi hans og framtíð þeirra, heldur líka til að vekja athygli á andlegri heilsu.

Samkvæmt rannsókn GambleAware hafa 19% þeirra sem eiga við vanda að stríða með spilin íhugað sjálfsvíg undanfarið ár, miðað við 4,1% þeirra sem gera það ekki.
Samkvæmt rannsókn GambleAware hafa 19% þeirra sem eiga við vanda að stríða með spilin íhugað sjálfsvíg undanfarið ár, miðað við 4,1% þeirra sem gera það ekki.

Jowan var því miður að eiga við spilafíkn, falda fyrir ástvinum í mörg ár. Hann vann mikið og þótti vænt um flesta, hann fór ekki í veðbanka eða slíkt, hann eyddi tíma með fjölskyldu og vinum.”

„Hann notaði veðbankaapp – í símanum sínum. Fáeinir smellir er allt sem þarf.”

Lucie sagði að í sjálfsvígsbréfinu hafi hann afsakað sig og sagt að hann væri spilafíkill, sem hann líkti við „skrímsli” sem hefði stjórnað lífi hans í mörg ár.

bett0

 

Lucie bætti við: „Vinsamlega – deilið og berið út boðskapinn í sögu Jowans. Til að hjálpa öðrum sem eru að kveljast á sama hátt og hann kvaldist. Hjálpum fólki að breyta lífi sínu.”

Jowan var lýst sem vinnusömum manni og andlát hans kom fjölskyldu og vinum í opna skjöldu. Hann kom fyrir sem „sterkur, hress og hamingjusamur maður” sem elskaði konu sína og þrjá syni mjög.