KVENNABLAÐIÐ

Gifting sem endaði með morði og heimilisleysi

Diane Peebles hafði ávallt séð fyrir sér brúðkaup þar sem hún gengi að eiga draumamanninn. Hún fór í ferðalag til Sri Lanka og hafði alls ekki séð fyrir sér að hún myndi falla fyrir tuk tuk bílstjóra.

Tuk tuk
Tuk tuk

Diane, sem er frá Edinborg í Skotlandi, tekur fram að hún hélt bara að Priyanjana De Zoysa væri bara að reyna að vera „kurteis og almennilegur” þegar hann bað um símanúmerið hennar.

Auglýsing

Það var 33 ára aldursmunur á þeim en þegar hún fór aftur heim til Skotlands fór að draga til tíðinda milli þeirra. Diane segir: „Hann reyndi að hringja í mig en enskan hans var ekki góð, þannig hann skrifaði mér nokkur bréf og við sendum hvort öðru sms. Hann talaði um hjónaband en ég var dálítið til baka. Ég var 54 ára og hafði aldrei gengið í hjónaband.”

gif7

Sjö mánuðum seinna ferðaðist Diane aftur til Sri Lanka til að hitta Priyanjana.

Það var þá sem allt fór til fjandans.

Diane og Priyanjana fóru til sýslumanns til að fá – að hún hélt – giftingarleyfi. Þegar ritarinn fór allt í einu með giftingarheit varð hún steinhissa. Segir hún: „Ég var hissa fyrst, en hann ýtti á mig að láta þetta ganga í gegn. Við vorum allt í einu gift. Ég var ekki með hring eða neitt.”

Í fyrstu var Priyanjana nærgætinn og rómantískur við brúði sína og hún sendi honum 20.000 pund (3,2 milljón ISK) til að hann gæti byggt heimili fyrir þau. Þegar Diane seldi heimili sitt fyrir 100.000 (16 milljónir ISK) pund sendu hún honum 31.000 pund (5 milljónir ISK).

Auglýsing

Hann notaði peninginn til að kaupa sér smárútu í stað tuk tuksins til að vinna meira fyrir þau bæði. Diane flutti þá til Sri Lanka.

Hlutirnir voru þó langt frá því að vera fullkomnir fyrir Diane. Hún var tveimur árum eldri en mamma Priyanjana. Hún segir: „Hann fór sífellt að eyða meiri tíma hjá mömmu sinni og fór að vera meira með henni en mér, svo fór hann út með vinum sínum og kom ekki heim.” Hjónin fóru að rífast mikið – aðallega um peninga og hún fór að gera sér grein fyrir að þetta hjónaband væri blekking ein.

gif2

Diane fann svo valentínusarkort og -gjafir frá annari konu og þá gerði hún sér grein fyrir að hann væri giftur annarri konu. Hún sagði: „Ég var svikin. Ég hélt hann elskaði mig í raun og veru og þess vegna hefði hann gifst mér. Þetta var aldrei að fara að ganga því það var svo mikill aldursmunur. Vinir mínir reyndu að segja mér þetta en ég vildi ekki hlusta.”

Svo urðu hlutirnir enn verri. Þau byggðu hús og fólk fór að tala um það. Þetta setti þau í hættu þar sem glæpagengi sögðu að þau væru auðug og þyrftu því að greiða verndargjald. Þau neituðu þar sem peningar Diane voru farnir. Priyanjana var þá myrtur. Þegar hann var látinn var hún alein og föst á Sri Lanka þar sem hún hafði ekki efni á farmiða heim.

Bæði húsið sem Priyanjana byggði og smárútan voru skráð á hann þannig Diane hafði engan rétt á að selja þá.

gif3

Diane bjó hjá fjölskyldu Priyanjana í tvö ár. Þá hafði hún safnað fyrir fari heim til Skotlands. Hún sagði að fjölskylda hans hefði ekki viljað að hún færi, því þau sáu tækifæri á að hún gæti aflað þeim meiri peninga.

Þrátt fyrir að hún sé komin heim núna er framtíðin enn ótrygg. Sögu hennar má sjá á Channel 5 í þættinum Holiday Love Cheats Exposed.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!