KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Rip Torn er látinn

Leikarinn Rip Torn, sem fékk bæði tilnefningu til Óskars- og Tonyverðlauna, lést þriðjudaginn 9. júlí í Lakeville Connecticutríki. Hann var 88 ára að aldri.

Auglýsing

Rip var bæði sjónvarpsleikari sem og sviðsleikari. Hann var stjarna úr Men in Black seríunum og þáttunum The Larry Sanders Show, en vann hann Emmy verðlaun fyrir. Lék hann stórleik í leikritunum „Sweet Bird of Youth” og „Anna Christie,” til að nefna tvö af mörgum.

Auglýsing

Rip kvæntist meðleikkonu sinni, Broadway stjörnunni Geraldine Page og voru þau afar glæsilegt par í leiklistarheimimnum.

Rip var skapmikill og hætti oft í miðjum uppfærslum eða kvikmyndum. Hann var leikstjóri sjálfur síðar á ferlinum og leikstýrði m.a. The Telephone með Whoopi Goldberg.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!