KVENNABLAÐIÐ

Matthew Perry fer reglulega á sjúkrahús

Friends leikarinn Matthew Perry, sem verður fimmtugur í ágúst, lítur ekki vel út þessa dagana. Hann fer reglulega á sjúkrahús í New York, University Langone spítalann, en óvíst er hvers vegna hann er að leita sér aðstoðar.

Eins og Sykur hefur greint frá hafa leikaravinir hans úr þáttunum Friends, miklar áhyggjur af honum.

Auglýsing

Matthew hugsar greinilega ekki vel um sig, reykir sígarettur og drekkur sykurlaust gos og klæðist víðum, þvældum fötum.

a ammm

Matthew hefur sést í nokkur skipti á spítalanum, m.a. tvisvar á einni viku. Í bæði þau skipti var kona með honum sem gæti verið svokallaður sober coach (sá sem aðstoðar einhvern á fyrstu skrefum edrúmennsku), en hún svaraði ekki spurningum ljósmyndara.

„Í síðasta skipti sem Matthew fór á spítalann var það vegna neyðaraðgerðar og var hann þar í þrjá mánuði,” segir áhyggjufullur vinur. „Innyflin eru í skralli og enginn er að þykjast ekki vita að það sé áralangri eiturlyfjaneyslu að kenna.”

Auglýsing

„Hann reyndi að verða edrú, hann reyndi að vera edrú, en það virkar aldrei,” segir hann og bætir við að Matt hefur reynt svo oft að verða edrú að í hvert skipti sem hann verður það fara félagarnir að telja niður í næsta fall.

Leikarinn fór á spítala í fyrra vegna meltingarvandamála. Hann hefur játað misnotkun áfengis og verkjalyfja, en það hófst árið 1997. Hefur hann farið í meðferð árin 1997, 2001 og 2011, svo vitað sé.

a amam

Vinir Matthew hafa grátbeðið hann um að leita sér hjálpar áður en skaðinn verður óafturkræfur. Æskuvinkona hans Kayti Edwardstold sagði að árið 2018 hafi hún séð hvaða skaða Matthew hafi valdið sjálfum sér með neyslunni: „Það kom að því að hann fór að nota á hverjum degi. Þetta voru þrír mánuðir af mikilli neyslu. Ég fór heim til hans og hann var svo dópaður að hann vissi hvorki í þennan heim né annan. Hann hafði ekki farið í sturtu í ca. níu daga og gaurinn var nýbúinn að líma hendurnar með superglue fastar á fæturnar á sér.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!