KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston og stjörnurnar úr Friends hafa miklar áhyggjur af Matthew Perry

Matthew Perry, sem gerði Chandler Bing svo frábær skil í þáttunum Friends, er ekki á góðum stað þessa dagana. Meðleikarar hans úr þáttunum, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, David Schwimmer, Lisa Kudrow og Matt LeBlanc, hafa öll af honum miklar áhyggjur því honum versnar dag frá degi, en hann hefur átt við fíknivanda að stríða ásamt þunglyndi.

Auglýsing

Félagarnir hafa mikið talað um hvernig Matthew lítur út, en honum fer stöðugt aftur. Hann hegðar sér á furðulegan hátt og hefur sérstakar venjur.

Ónefndur heimildarmaður segir: „Þó Jen sé ekki mjög náin Matthew þýðir það ekki að hún sé ekki hrædd um hann. Hún hefur reynt margoft að ná sambandi við hann undanfarin ár, en hann svarar mjög sjaldan símanum og þegar hann gerir það finnst henni eins og hún sé að tala við annan mann.”

Fyrrum „vinirnir” eru „ótrúlega leiðir að sjá Matt á þennan hátt og sjá hvernig hann hefur breyst í þennan furðulega einstakling. Þetta er stór ástæða þess að endurkoma Friends hefur ekki farið af stað enn. Þetta er þó ekki þeirra aðaláhyggjuefni – að sjá hann í svo mikilli baráttu brýtur í þeim hjartað.”

Auglýsing

Fyrr á árinu sagði Matthew frá því að honum hefði verið hent út úr meðferð. Það kveikti á viðvörunarbjöllum hjá vinunum. Svo hóf hann meðferð á ný.

Perry hefur verið fjarlægur sínum fyrrum félögum: „Hann hefur átt í vandræðum með suma úr hópnum, en það var vegna þess hvernig hann hegðaði sér á þessum dimmu partýdögum,” segir heimildarmaðurinn.

Samt sem áður standa vinirnir með honum: „Þau eru öll sameinuð í því að hjálpa honum að komast aftur á beinu brautina.”

Þau hafa öll ákveðið að gefast ekki upp á honum, lána honum pening eða hvaðeina hann þarfnast.

mp ny

Matthew í New York 

Perry sagði frá því að hann hefði verið í þrjá mánuði á spítala. Í júní á þessu ári sást hann í fyrsta sinn opinberlega í næstum tvö ár. Þá var hann í Manhattan, New York, og leit út fyrir að vera bugaður.  Hann var í skítugum fötum með mar á kinninni.

Matthew hefur aldrei kvænst og á engin börn. Hann var í sambandi við leikkonuna Lizzy Caplan á árunum 2006-2012.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!