KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Matthew Perry lá í þrjá mánuði á sjúkrahúsi

Matthew Perry, Friends-stjarna, hefur nú viðurkennt að hafa legið í þrjá mánuði inni á spítala. Þurfti hann að undirgangast aðgerð vegna sára á þörmum.

Auglýsing

Matthew upplifði „skelfilega magaverki“ og var brunað með hann á spítala í Los Angeles þar sem meinið kom í ljós. Var hann nær dauða en lífi vegna þessa.

Matthew skrifaði á Twitter: „Þrír mánuðir á spítala. Tékk.“

Slúðurmiðlar höfðu haft veður af þessu fyrr og í ágúst birtist frétt um að leikarinn væri illa haldinn. Hefur talskona hans gefið út að hann sé þakklátur umhyggjunni og biður um frið til að ná sér.

Auglýsing

Matthew hefur áður tjáð sig um áfengis- og verkjalyfjafíkn. Hann varð frægur sem Chandler í Friends-þáttunum en hefur ekki gert margt síðan framleiðslu þáttanna var hætt. Hann varð edrú og stofnaði áfangaheimili fyrir fíkla en hefur nú lokað því aftur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!