KVENNABLAÐIÐ

Cara Delevingne og kærastan Ashley Benson í rómantísku fríi á Saint-Tropez: Myndir

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne og kærastan Ashley Benson virtust njóta lífsins á Saint-Tropez. Mánudaginn 8 júnlí sáust þær leiðast og knúsast í franska þorpinu. Ashley (29) var í víðum gallabuxum, grænum topp og svörtum sandölum. Cara (26) var svöl í svörtum og hvítum stuttbuxum, eins jakka og með hatt.

Auglýsing

ca7

Þær stöllur voru eflaust að fagna árs sambandsafmæli en þann 17 júní síðastliðinn kom Cara fram á TrevorLIVE Gala þar sem hún hélt ræðu og lofaði hún on kærustuna sína fyrir að standa alltaf með henni og henni finnst hún sjálfsörugg og falleg: „Það var ástin sem gaf mér styrk til að lifa af og ást sem breytti lífi mínu. Ég hef nokkra hér í salnum sem hafa stutt mig í öllu, vinir mínir frá London, teymið mitt og umboðsmenn. Ég er einnig með mjög sérstaka konu hér í salnum og þú veist hver þú ert.”

Auglýsing

ca3

„Hún er ein af þeim sem hjálpuðu mér að læra að elska sjálfa mig þegar ég þurfti mest á því að halda og ég þurfti þess virkilega. Hún sýndi mér alvöru ást og sýndi mér að taka á móti henni, sem var miklu erfiðara en ég hélt,” hélt Cara áfram. „Ég elska þig Sprinkles.”

ca2

Ashley setti myndband af ræðunni á samfélagsmiðla og sagði: „Elska þig, stolt af þér.”

ca1

View this post on Instagram

Roxie + Cassie ⚡️♥️

A post shared by Ashley Benson (@ashleybenson) on

Ashley var áður með Taylor Lautner og Cara var áður með Paris Jackson, St. Vincent og Michelle Rodriguez. Þær virðast nú hafa fundið alvöru ást hjá hvor annarri.

a5

Þær hafa haldið sambandinu leyndu, en sáust í maí koma úr kynlífsbúð, hlaðnar S&M búnaði!