KVENNABLAÐIÐ

100 ára maður og 102 ára kona gengu í það heilaga!

Það er greinilega aldrei of seint að finna ástina! Brúðhjónin nýgiftu, John og Phyllis Cook fagna nú nýjum kafla í lífi sínu á hjúkrunarheimili í Ohioríki, Bandaríkjunum. John er uppgjafahermaður sem er nýorðinn aldargamall, en hann barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Phyllis verður 103 ára þann 8. ágúst næstkomandi.

Auglýsing

Langlífi er í ætt Phyllis, en móðir hennar varð 106 ára.

Þau fóru til sýslumanns í síðustu viku til að fá giftingarleyfi og uppgötvuðu að þau gætu binst hvort öðru á staðnum: „Það var ekki áætlunin, en við komum þangað og þeir sögðu – „við getum gift ykkur hérna,“ og ég sagði „fínt, drífum þetta af,“ sagði John Cook í viðtali við CNN.

Þetta var þó engin fljótræðisákvörðun, þau höfðu verið að hittast í ár áður en þau gengu í það heilaga. „Til að vera alveg heiðarleg, urðum við ástfangin af hvort öðru. Ég veit þú telur að það sé óraunhæft fyrir fólk á okkar aldri, en við urðum bara yfir okkur ástfangin,“ sagði Phyllis.

Auglýsing

Hjónin höfðu misst sína maka bæði tvö og þau passa afar vel saman: „Við bara fundum okkur í félagsskap hvors annars,“ sagði John.

Þau njóta daganna saman með því að borða, sitja úti í sólinni og þeysast um á rafstólunum sínum í Kingston Residence of Sylvania. Þau passa þó upp á að gefa hvort öðru rými: „Það gerum við, við höldum íbúðunum okkar. Hann er uppi, ég er niðri.“

Þau eru búin að ákveða að vera upptekin og njóta þess tíma sem þau eiga eftir – saman.