KVENNABLAÐIÐ

Frægar mæðgur, á sama aldri! Góð gen þetta!

Frá Reese Witherspoon og Ava Phillippe til mini mí Kaia Gerber dóttir Cindy Crawford. Það er auðvelt að sjá svipinn með þessum frægu mæðgum í dag en enn meira sláandi þegar þær voru á sama aldri.

Screen Shot 2020-03-16 at 15.52.39
20 ára Heather Locklear og Ava Elizabeth Sambora
Heather Locklear var tvítug þegar hún var nýbúinn að landa hlutverki sínu sem Sammy Jo Dean Carrington í Dynasty og átti eftir að gera hana fræga. Dóttir hennar með Richie Sambora, Ava, fetaði í fótspor mömmu sinnar með frumraun sinni í Judd Apatow’s This Is 40.

 

Screen Shot 2020-03-16 at 15.52.08
27 ára Robin Wright og Dylan Frances Penn

Þegar Robin Wright var 27 ára var hún heimilisnafn í Hollywood og eitt af eftirminnilegustu hlutverkum hennar var sem Jenny Curran í Forrest Gump. Dóttir Robin, Dylan sem hún átti með leikaranum Sean Penn, er fyrirsæta og leikkona. Þú kannast kannski við hana sem leyndardómsfullu konuna úr tónlistarmyndbandi Nick Jonas „Chains“. 

 

Screen Shot 2020-03-16 at 15.51.53
40 ára Díana Ross og Tracee Ellis Ross
Díana Ross var fertug og búin að koma söngferli sínum vel af stað. Að sama skapi hefur Tracee gert garðinn frægan sem leikkona og grínisti, þar á meðal í Black-ish.

Auglýsing


Screen Shot 2020-03-16 at 15.51.33
22 ára Madonna og Lourdes Leon
Þegar Madonna var 22 ára var hún við það að slá í gegn sem söngkona. Dóttir popp drottningarinna á hún með Carlos Leon. Dóttirin hefur verið viðriðin við A-listamenn Hollywood alla ævi, fór í háskólann í Michigan í fjögur ár, fer mikinn í tískuheiminum og landaði stórri herferð fyrir Miu Miu.

 

 Screen Shot 2020-03-16 at 15.49.09
17 ára Courtney Love og Frances Bean Cobain
Þegar Courtney Love var 17 ára var hún að byrjað sinn tónlistarferil og elta frægðina. Hvað varðar Frances Bean Cobain, dóttur Courtney og Kurt Cobain heitnum, þá hefur hún verið í sviðsljósinu frá fæðingu.

 

Screen Shot 2020-03-16 at 15.53.04
19 ára Vanessa Paradis og Lily-Rose Depp
19 ára var Vanessa Paradis vel þekkt sem franskur tónlistarmaður, leikkona og tískufyrirmynd – í raun fékk hún stóra tækifærið sitt 14 ára með laginu „Joe le taxi.“ Lily-Rose, dóttir Vanessu og Johnny Depp, fékk einnig stóra tækifærið, ung að árum eða 15 ára í kvikmyndinni Tusk. Einnig er hún þekkt fyrirsæta.

Auglýsing

 

Screen Shot 2020-03-16 at 15.58.25
46 ára Blythe Danner og Gwyneth Paltrow
Þegar Blythe Danner var 46 ára hafði hún verið starfandi leikkona í 21 ár. Á sama aldri hefur Gwyneth starfað lengur. Faðir hennar er framleiðandinn og leikstjórinn Bruce Paltrow.

 

Screen Shot 2020-03-16 at 16.02.39
22 ára Kennya Baldwin og Hailey Bieber
22 ára gömul var Kennya Baldwin 2 ár frá því að giftast eiginmanni sínum, Stephen Baldwin. Hailey Bieber, 22 ára er eitt frægasta andlit í heimi vegna fyrirsætuferils hennar og hjónabands Justin Bieber.

 

Screen Shot 2020-03-16 at 16.06.28

35 ára Kris Jenner og Kim Kardashian West
35 ára gömul átti Kris núþegar fjögur börn. Á sama aldri átti Kim tvö – en hefur síðan átt tvö í viðbótar.

Screen Shot 2020-03-16 at 16.09.09

27 ára Lisa Bonet og Zoë Kravitz
Hlutverk Lisu Bonet sem Denise Huxtable í The Cosby Show skaut henni beint upp á stjörnuhimininn og samband hennar og Lenny Kravitz vakti einnig mikla athygli. Dóttir hennar með Lenny, Zoë, vann hörðum höndum að því að vera tekin alvarlega sem leikkona. Hún hefur m.a. farið með aðalhlutverk í HBO seríunni Big Little Lies, sem sló í gegn.

Screen Shot 2020-03-16 at 16.14.21

26 ára Melanie Griffith og Dakota Johnson
Melanie Griffith byrjaði að sitja fyrir aðeins níu mánaða gömul og 19 ára var frumraun hennar á skjánum sem Delly Grastner í Night Moves. Dóttir hennar með Don Johnson er einnig leikkona. Dakota gerði garðinn frægjan fyrir hlutverk sitt sem Anastasia Steele í Fifty Shades of Gray.

Screen Shot 2020-03-16 at 16.22.00

18 ára Reese Witherspoon og Ava Phillippe
18 ára var Reese Witherspoon þegar starfandi leikkona, en átti enn eftir að leika í flestum kvikmyndum sem hún er hvað þekktust fyrir í dag. Ava útskrifaðist úr menntaskóla 18 ára og starfaði sem fyrirsæta.

Úr Elle 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!