KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian segist hafa þyngst um níu kíló á einu og hálfu ári

Kim Kardashian segist hafa „dottið af vagninum“ hvað varðar hreyfingu og mataræði og hafi þyngst um nær níu kíló á 18 mánuðum. Kim, sem er 39 ára, segist hafa þyngst og hlakki til að ná sér í form áður hún verður fertug í október 2020.

Auglýsing
Kim til vinstri í desember 2018 og til hægri þann 24.október 2019
Kim til vinstri í desember 2018 og til hægri þann 24.október 2019
Auglýsing

„Við erum að æfa að kvöldi til, fyrir kvöldmat, sem ég geri aldrei…en ég tel að ég þurfi að hafa mig í það á einhverjum tímapunkti,“ segir Kim á Instagram. „Stundum dettum við af vagninum og stundum er allt í góðu…þetta er eitt af mínum föllum, ég held 18 pundum þyngri en ég var fyrir einu og hálfu ári, þannig til að líða vel þarf ég einhverja vigt, sem þýðir að ég þarf að fara í ræktina alveg sama hvað.“

Var Kim á tröppuvélinni (Stairmaster) til að hjálpa sér við að ná markmiðunum en kennir hún alfarið mataræðinu um þyngdaraukningun: „Það er átið. Ég fer í ræktina, en þetta er þú veist, átið. En þjálfarinn minn Melissa er með æðislegt plan þangað til ég verð fertug.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!