KVENNABLAÐIÐ

Chris Martin neitar því að hafa verið að kyssa Dua Lipa á Glastonbury hátíðinni

Glastonbury hátíðin er alltaf full af glaumi og gleði. Bæði söngkonan Dua Lipa og Chris Martin, forsprakki Coldplay voru á staðnum síðustu helgi.

Auglýsing

Margir fullyrða að þeir hafi séð þau í sleik! En Chris neitar þessu. Talsmaður hans sagði: „Fréttaflutningur í dag hefur sagt frá Chris og Dua vera að kyssast. Þetta er þvert á móti. Þau kysstust ekki á Glastonbury og eru bara vinir. Þau voru bæði á sama svæði með fullt af vinum sínum.“

Neitun þessi kemur í kjölfar þess að Chris, sem áður var giftur Gwyneth Paltrow, er hættur með Dakota Johnson.

Auglýsing

Dua og Chris eru sögð hafa átt í stuttu sambandi áður, en það hefur ekki fengist staðfest.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!