KVENNABLAÐIÐ

Margir héldu að Keanu Reeves væri byrjaður með Helen Mirren

Það er satt – Keanu Reeves er kominn með kærustu, hina fyrstu í áratugi, en sama hvað þú lest á Twitter, þá er nýja kærastan ekki breska leikkonan Helen Mirren.

rgara
Keanu (55) sást með nýju kærustunni, listakonunni Alexöndru Grant (46) á LACMA Art + Film Gala á laugardaginn en margir héldu að þetta væri Helen Mirren, hin 74 ára Óskarsverðlaunaleikkona.

Auglýsing

„Ég var ekki með gleraugun mín og ég bara gerði ráð fyrir að Keanu væri á stefnumóti með Helen Mirren,“ sagði einn.

„Keanu Reeves á kærustu sem er kona á mínu reki og lítur dálítið út eins og Helen Mirren og mér hefur aldrei þótt hann kynþokkafyllri,“ sagði annar.

Auglýsing

„Voru fleiri glaðir að halda að Keanu og Helen væru nýjasta parið?“ sagði þriðji. „Sama þó svo sé ekki, ég samgleðst Keanu og vona að han og Alexandra verði afar glöð saman þar sem þau þekkjast mjög vel.“

rgan

Helen hefur verið gift Taylor Hackford frá árinu 1997.

Þetta samband er hið fyrsta opinbera sem Keanu hefur verið í síðan fyrrverandi kærasta hans, Jennifer Syme, lést í hörmulegu bílslysi eftir að hafa fætt andvana barn þeirra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!