KVENNABLAÐIÐ

Dakota Johnson og Chris Martin hætt saman

Chris Martin, söngvari Coldplay og barnsfaðir Gwyneth Paltrow (42) hefur nú sagt við vini sína að hann sé einhleypur á ný eftir að hafa verið í sambandi með leikkonunni Dakota Johnson (29) úr Fifty Shades of Grey.

Fyrr á árinu keypti Chris 5,3 milljón dala strandhús á Malibu, Kaliforníuríki, fyrir þau saman. Dakota er dóttir leikarahjónanna Don Johnson og Melanie Griffith.

Auglýsing

Vinur parsins sagði við The Sun: „Chris og Dakota voru mjög afslöppuð og vitust mjög hamingjusöm saman. Þau höfðu rætt trúlofun og allir eru mjög undrandi á því að þau hafi haldið í sitthvora áttina.”

Auglýsing

Dakota og Chris sáust síðast saman á Sushi Park í L.A í nóvember 2018. Þá hafði annar vinur þeirra spáð þeim í hjónaband: „Þetta er alvarlegt. Chris líkar mjög að hún þrífst ekki í sviðsljósinu og það er sko satt.”

Þau höfðu þá rætt möguleikann á að ganga í hjónaband á þessu ári: „Þau vildu bara sjá hvernig þetta gengi vegna tónleikaferðalaga Chris áður en þau færu alla leið.”

Sagt var að Gwyneth hefði ágætar mætur á Dakota, varðandi börn hennar og Chris. Enda buðu þau Brad þeim í brúðkaupsferðina á Maldíveyjum. Dakota var stressuð að Gwyn myndi taka henni illa og að þau myndu ganga í hjónaband: „Dakota er mjög alvara með Chris og vill ganga að eiga hann og vera hluti af lífi barnanna. Hún veit þó að það er allt best með samþykki Gwyn.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!