KVENNABLAÐIÐ

Harry og Meghan ráða þriðju barnfóstruna á sex vikum

Tvær barnfóstrur hafa hætt störfum á þeim sex vikum sem Archie hefur verið í þessum heimi. Fólki þykir áhyggjuefni hversu illa starfsfólk endist hjá hertogahjónunum af Sussex.

Síðan í maí 2018 hafa ýmsir starfsmenn komið og farið, þ.m.t. lífvörður, persónuleg aðstoðarkona og einkaritari.

Ekki er vitað hvort fyrrum barnfóstrurnar tvær hættu sjálfar eða voru beðnar að fara.

Auglýsing

Samt sem áður segja konunglegir innanbúðarmenn að sú ákvörðun hjónanna að finna hæfa barnfóstru fyrir Archie sem er aðeins sex vikna gamall hafi verið „mjög persónuleg“ og „fari eftir þörfum barnsins og foreldranna.“

„Oft eru mismunandi þarfir hjá barninu, á mismunandi stigum lífs þess. Fyrsta barnfóstran var barnfóstra sem sá um barnið á nóttunni,“ sagði heimildarmaður við The Sun.

Þarna myndi barnfóstran búa, í Frogmore Cottage
Þarna myndi barnfóstran búa, í Frogmore Cottage

„Harry og Meghan vilja ekki flýta ferlinu eða taka neinar áhættur. Þau vilja vera algerlega sátt. Þetta er mjög persónulegt og getur velt á þörfum barnsins og foreldranna.“

Auglýsing

Fyrr í þessum mánuði sagði Harper’s Bazaar frá því að „ný, bresk kvenkyns barnfóstra” hafi verið ráðin fyrir Archie.

Þessi nýja barnfóstra var ekki búsett í Frogmore Cottage og vann ekki um helgar, samkvæmt blaðinu.

Katie Nicholl, sem hefur skrifað mikið um konungsfjölskylduna segir að barnfóstran sem komi til með að vera hjá fjölskyldunni þurfi að skrifa undir mjög ítarlegan samning, bundinn þagnareiði.

Barnfóstran var ekki á vakt á nóttunni og hin nýbakaða móðir, Meghan, sá um hann þá mánaðargamlan, en hann er sagður „mjög svangur lítill drengur.”

Harry og Meghan hafa mjög ákveðnar hugmyndir um uppeldi litla drengsins. Þau eru ekki feimin við að prófa sig áfram og vilja líka hafa þann möguleika opinn að ráða karlkyns barnfóstru. Barnfóstran sem ráðin verður og helst í starfi getur þénað allt að, sem samsvarar, rúmum 11 milljónum ISK á ári, fer eftir reynslu.

Norland barnfóstra Kate og Williams
Norland barnfóstra Kate og Williams

Þau sem myndu komast í viðtal hjá hjónunum fengju tækifæri á að sanna sig. ef vel gengi fengju þau íbúð í Frogmore Cottage ásamt afnotum af bíl.

Norland barnfóstrur eru í uppáhaldi hjá konungsfjölskyldunni en ráðningarskrifstofa í Kensington, vestur-London, er með slíkar á skrá. Kate og William hafa eina slíka, hina spænsku Mariu Teresu Borrallo.

Þær eru auðþekktar í hvítri skyrtu, brúnum skokki og með brúnan hatt með bókstafnum „N.“ það eru fáir karlmenn Norland barnfóstrur, þeir fyrstu tveir útskrifuðust í fyrra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!