KVENNABLAÐIÐ

Venus Williams hætt með kærastanum sínum: Gátu ekki komið sér saman um hvert þau stefndu

Tennisstjarnan Venus Williams (39) hefur nú hætt með ríka stráknum, Nicky Hammond (27), en þau hafa ákveðið að enda hlutina í góðu. Nicky sem er 12 árum yngri en Venus hafði aðrar hugmyndir en hún og þau voru ekki á sömu blaðsíðu hvað hjónaband og börn varðar.

Auglýsing

„Þau voru að hittast í tvö ár en eru nú hætt saman. Það var ekki vegna ástleysis, því þau elska hvort annað. Þau eru samt enn vinir,“ sagði nafnlausa heimildarmaður í viðtali við Page Six.

Nicky sem kemur til með að erfa ríkidæmi Annenberg fjölskyldunnar í gegnum móður sína, Dönu Hammond, gaf Venusi „vináttuhring“ síðasta sumar, en talaði að öðru leyti ekki mikið um ástarsambandið. „Við höfum ákveðið að hafa sambandið í kyrrþey“ sagði Nicky þegar þau voru saman.“

Auglýsing

Milljónamæringurinn sást oft hvetja Venusi á tennismótum og fór með henni í brúðkaup Serenu, systur Venusar, í nóvember 2017.

Yngri systir Venusar, Serena (37) gekk að eiga Alexis og eignuðust þau dótturina Alexis í september 2017. Tveimur mánuðum síðar voru þau gengin í það heilaga.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!