KVENNABLAÐIÐ

David Hasselhoff orðinn afar hjartveikur

Gamli Baywatch leikarinn, David Hasselhoff, er orðinn æði grannur og hafa læknar ráðlagt honum að taka því rólega eða illa gæti farið. David sem er orðinn 66 ára fékk bjargráð til að koma í veg fyrir hjartaáfall. Hann hefur því verið mjög varkár og fór á veitingastað eftir læknisheimsóknina: „Hann sagðist vera að borða síðasta óholla matinn fyrir lífstíð og þyrfti að breyta lífsháttum sínum,” segir gestur á staðnum sem spjallaði við David. „Hann talaði um sumarfrí á Grikklandi og sagði það öllum sem heyra vildu.”

Auglýsing

Sagði gesturinn að David hefði ekki litið vel út: „Hann var brosandi og allt, en ótrúlega grannur, er farinn að láta á sjá. Hann er með bjargráð til að koma í veg fyrir hjartaáfall.”

Talsmaður The Hoff hefur ekki staðfest að hann sé með heilsuvandamál. Vinur hans sagði þó nafnlaust í viðtali við Radar: „Árin sem hann drakk hafa tekið sinn toll. Hann er alltaf að reyna að hlæja bara að þessu, en hann er mjög taugaóstyrkur og hræddur.”

Auglýsing

David sem kvæntist fyrrum fyrirsætunni Hayley Roberts (39) fór í meðferð árið 2007 eftir að myndband af honum drukknum að borða hamborgara fór á flug á netinu. Dóttir hans tók myndbandið.

Leikarinn segist fara á AA fundi en árið 2015 forðaðist hann að ræða hvenær hann drakk síðast: „Þessi spurning er svo persónuleg að það er ómögulegt að svara henni. Ég tek einn dag í einu.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!