KVENNABLAÐIÐ

Demi Moore upplifði fósturlát á sjötta mánuði meðgöngu þegar þau Ashton Kutcher voru par

Leikkonan Demi Moore (56) veitir nú aðdáendum innsýn í líf sitt þegar þau var sem svartast. Ný óútgefin æviminningabók, Inside Out, sem New York Times komst yfir upplýsir að Demi missti barn þeirra Ashtons, komin sex mánuði á leið.

Auglýsing

Samband Ashtons og Demiar vakti mikla athygli fyrir mikinn aldursmun en þau byrjuðu saman árið 2003. Demi sagði að henni fyndist hún ung á ný með honum. Stuttu eftir að þau byrjuðu saman varð hún ólétt að stúlkubarni sem hún ætlaði að nefna Chaplin Ray. Þegar hún var komin sex mánuði á leið missti hún barnið.

Demi, sem hafði áður við fíknivanda að stríða, hafði farið að drekka aftur. Hún kenndi sér um fósturlátið, drakk meira og fór að misnota Vicodin (ópíóðalyf).

Auglýsing

Þrátt fyrir vanda parsins gengu þau í það heilaga árið 2005. Þau vildu gjarna eignast börn saman og fóru í ótal meðferðir, en fíknihegðun Demiar versnaði bara þannig erfitt var fyrir hana að geta börn.

Þau skildu árið 2011, en Demi segir Ashton hafa haldið framhjá henni. Hann hefur aldrei tjáð sig um málið. Árið 2015 gekk hann að eiga leikkonuna Milu Kunis.

Þegar Demi var orðin ein árið 2012 fór lífið niður á við. Hún fór út á djammið eitt kvöld með dóttur sinni, Rumer Willis, reykti kannabis og fleira sem orsakaði að hún fékk slag.

Það sem tók við var að dætur hennar hættu að hafa samband við hana því þær voru búnar að fá nóg af henni.

Heilsa hennar tók að versna og hún vissi að líkaminn var að gefast upp. Hún tók sig þó á, fór í meðferðir við áföllum, meðvirkni og fikniefnanotkun. Hún vann með sérstökum lækni við að breyta lífsstíl sínum og bæta heilsu sína.

Bókin kemur í bókabúðir þann 24. september.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!