KVENNABLAÐIÐ

Priscilla Presley seldi höllina sína í Los Angeles til að bjarga Lisu Marie

Ekkja rokkkóngsins sáluga, Elvis Presley, Priscilla hefur nú selt villuna sína í Brentwood fyrir 5,3 milljón dali. Þessu heldur PopCulture fram, en Variety segir að heimilið hafi verið selt fyrir enn meira fé en það, að kaupandinn hafi reitt fram 5,5 milljón dali. Keypti Priscilla húsið árið 1976 fyrir 245.000 dali. Húsið er 232 fermetrar – fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Auglýsing

Húsið var byggt á fimmta áratugnum og þarfnast mikils viðhalds.

Lisa Marie
Lisa Marie

Priscilla hefur aldrei búið þar sjálf, heldur móðir hennar Ann Lillian Wagner-Beaulieu. Priscilla býr í afgirtri villu í miðjarðarhafsstíl í Beverly Hills.

Auglýsing

Lisa Marie Presley á í miklum fjárhagserfiðleikum og er einkabarn Elvis og Priscillu. Þykir augljóst að hún er að hjálpa dóttur sinni en nafnlaus heimildarmaður segir við Variety: „Priscilla hefði aldrei selt húsið ef hún teldi ekki að dóttir hennar væri á síðasta séns.”

Elvis og Priscilla á brúðkaupsdaginn, 1967
Elvis og Priscilla á brúðkaupsdaginn, 1967

 

Lisa Marie er í miðri skilnaðardeilu við sinn fjórða eiginmann, Michael Lockwood, en þau gengu í það heilaga árið 2006. Í marsmánuði 2018 var hún dæmd til að greiða honum 144.000 dali í lögfræðikostnað, en dómsskjöl sýna að heildarskuldir hennar námu um 24 milljónum dala. Kennir Lisa Marie lélegri fjármálafræðslu um stöðuna.

Priscilla árið 2017
Priscilla árið 2017

Priscilla (74) þarf nú að hugsa um móður sína sem er ekki við góða heilsu: „Ann mun flytja inn með Priscillu og það þarf að huga að öllum hennar þörfum. Starfsfólk Priscillu og heilbrigðisstarfsmenn þurfa að vera á vakt 24/7” segir heimildarmaðurinn.

„Það tekur Priscillu sárt, því Ann var alltaf mjög sjálfstæð og hafði sterkan vilja. Hún saknar einnig eiginmanns síns, Paul, sem lést í fyrra. Þetta er því ljúfsárt fyrir hana.”

Priscilla hefur einnig leikið í sinni fyrstu mynd í tvo áratugi, Hallmark Channel myndinni

Wedding at Graceland.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!