KVENNABLAÐIÐ

Bohemian Rhapsody stjörnurnar Rami Malek og Lucy Boynton að ganga í það heilaga!

Turtildúfurnar úr kvikmyndinni Bohemian Rhapsody, þau Rami Malek og Lucy Boynton munu ganga í hnappelduna á næstunni: „Þau hafa lengi verið að tala um hjónaband og nú eru þau trúlofuð. Þau vonast eftir að geta gengið upp að altarinu á þessu ári!“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Parið hittist við tökur á myndinni um Queen, Bohemian Rhapsody, árið 2017 þar sem þau léku elskendurna Freddie Mercury og Mary Austin — og þau hafa verið óaðskiljanleg síðan.

Auglýsing

Rami (38) vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Hann er nú að fara að leika á móti Daniel Craig í nýjustu James Bond myndinni.

„Þau eru svo glöð saman, það er bara æðislegt að vera nálægt þeim,“ segir vinkona parsins: „Það er líklegt að þau haldi brúðkaupið í Englandi þar sem Lucy ólst upp og svo halda aðra veislu í Bandaríkjunum til að vera nálægt fjölskyldu Rami.“