KVENNABLAÐIÐ

Lamar Odom játar kynlífsfíkn: Segist hafa sofið hjá meira en 2000 konum

Fyrrverandi hennar Khloe Kardashian, körfuboltaspilarinn Lamar Odom, segist vera kynlífsfíkill. Hann var alinn upp á fátæku heimili þar sem faðir hans var virkur heróínfíkill. Varð hann fyrir miklum áföllum í lífinu, missti m.a. ástkæra móður sína úr ristilkrabba þegar hann var ungur.

Auglýsing

Þegar Lamar varð ljóst hann ætti framtíðina fyrir sér í körfuboltanum varð hann forfallinn fíkniefnaneytandi. Hann stofnaði fjölskyldu með æskuástinni, Lizu, aðeins 18 ára gamall en áttaði sig á að hann gat ekki verið í sambandi þar sem hann var einnig fíkill á öðru sviði, kynferðissviðinu.

Í nýrri óútkominni bók, Darkness to Light: A Memoir, skrifar Lamar (39): „Ég hef verið heltekinn af kynlífi eins lengi og ég man eftir mér. Ég er kynlífsfíkill – ég hef stundað kynlíf með meira en tvö þúsund konum. Það voru of margir stripparar sem ég get ekki talið. Það var ekkert mál, en ég borgaði þeim oft. Mér fannst ekkert minna til þeirra koma samt.“

Auglýsing

Árið 2005 eignaðist hann sinn þriðja son með Lizu, en þegar hann lést fór að halla undan fæti. Samband þeirra var stormasamt vegna ýmissa hluta, framhjáhaldsins einnig.

Var Lamar næstum látinn vegna ofneyslu: „Kynlífs- og kókaínfíknin héldust í hendur. Ég prófaði fyrst kókaín árið 2004. Þetta var allt annað en ég hafði reynt áður. Ég varð strax fíkill. Í fyrsta sinn sem ég tók of stóran skammt munaði eingöngu mínútum.“

Lamar og Khloe
Lamar og Khloe

Árið 2015, þegar hann var að skilja við Khloe Kardashian, tók hann einnig of stóran skammt í vændishúsi í Las Vegas. Hann var í dái í tvo daga og lét nærri því lífið. „Ég vissi ekki hvort ég gæti spilað körfubolta aftur. Ég vissi ekki hvort ég gæti talað eða gengið að nýju.“ Í kerfi Lamars var kókaín, koníak og kannabis. Hjartað stoppaði tvisvar að slá. Lungun féllu saman og nýrun urðu óstarfhæf. Khloe og Lamar voru að skilja á þessum tíma en hún vék ekki frá honum á spítalanum.

Í byrjun hjónabandsins hafði Lamar verið trúr, en þau Khloe hittust árið 2009. Þau urðu ástfangin, voru rík og fræg, en ekkert gekk upp vegna fíknarinnar. Árið 2011 notaði hann svo mikið kókaín að hann var á brúninni: „Þetta ár snerti ég varla körfuboltann. Ég höndlaði ekki þennan banvæna kokteil af sviðsljósinu, fíkninni, ferlinum og framhjáhaldi. Ó og svo vænissýkina, kvíðann og þunglyndið.“

Segist hann hafa vitað hvað hann var að gera en ekki getað stjórnað fíknihegðuninni: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókinu úr nefinu.“ Khloe trúði honum samt alltaf. Segis Lamar hafa falið hlutina fyrir henni.

Lamar segist enn vera fíkill, en sé að ná bata, einn dag í einu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!