KVENNABLAÐIÐ

Móðir Antonellu Barba kennir American Idol um eiturlyfjavandræðin

Fyrrum keppandinn í þáttunum American Idol, Antonella Barba, getur fengið fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa eiturlyf undir höndum. Móðir hennar stendur með henni og segir þetta allt vera þættinum að kenna.

Auglýsing

Móðir hennar segir í málsskjölum að Antonella (32) hafi farið á flug vegna stuttrar frægðar í þáttunum árið 2007 sem leiddi til þess að hún var handtekin 11 árum seinna.

„Heimurinn ruddist inn til hennar og truflaði draum hennar að verða arkitekt.“ Segir hún að Antonella hafi tekið þátt í þættinum og allt hafi farið til fjandans. „Skyndilegur flutningur hennar til Hollywood var uppskrift að vandræðum.“

Auglýsing

Í fyrra var Antonella handtekin í Norfolksýslu, Virginiuríki, fyrir að reyna að dreifa heróíni. Í febrúar var Barba handtekin vegna samsæris um að selja og dreifa fimm kílóum af kókaíni, meira en kílói af heróíni og 400 grömmum af fentanyl.

Í fyrstu fékk Antonella dóm og átti að vera í stofufangelsi hjá föður hennar, Vincenzo. Hann vildi ekki vera ábyrgur þannig hún þurfti að sitja í fangelsi.

Móðir hennar segir hana greinda með geðhvarfasýki, kvíðaröskun og sjálfhverfuröskun árið 2018.

Verjandi hennar reyndi að segja að Antonella hafi verið leiksoppur í ömurlegu máli og hún ætti ekki að vera sakfelld. Rétturinn sagði að „fljúga yfir allt landið, leigja bíl, taka við skókassa fullum af eiturlyfjum og flytja hann“ væri ekki bara óvart, hún hefði verið fullur þátttakandi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!