KVENNABLAÐIÐ

Paris Jackson fagnaði 21 árs afmælinu með vafasama kærastanum

Dóttir Michael Jackson, Paris, varð 21 árs þann 3. apríl síðastliðinn og fagnaði deginum með kærastanum Gabriel Glenn. Þau settu inn fullt af myndum á Instagram og aðra samfélagsmiðla til að halda upp á daginn. Þau kysstust og virtust afar hamingjusöm.

paris 21 ljngsd

Gabriel var duglegur að játa ást sína og sagði að ást þeirra væri „falleg ferð í kringum sólina. Sól mín rís og sest með þér. Þú ert tunglið mitt, allt mitt. Það hefur verið hinn stærsti heiður og ánægja að deila hjarta mínu, sál, draumum og rúmi með þér,“ sagði hann.

Auglýsing

paris 21 ljg

Þau hafa verið að hittast í minna en ár en fjölskylda hennar er alls ekki hrifin. Þau virðast þó ástfangnari en nokkru sinni fyrr.

paris 21 ljfngsd

Þótt furðulegt megi virðast var Gabriel að hitta fyrrverandi kærustu Parisar, Cara Delevingne. Þegar Paris hitti Gabriel voru samt engin bönd sem héldu þeim.

Auglýsing

Paris reyndi sjálfsvíg í síðasta mánuði og er hún komin aftur í neyslu.

Allir hafa miklar áhyggjur af henni, en heimildamyndin um meint barnaníð föður hennar, Leaving Neverland, var frumsýnd á dögunum og Paris tók því ekkert sérstaklega vel.

paris 21 lfjgs

Paris er ekki í neinu sambandi við fjölskylduna núna, hún er bara með Gabriel.

Hún segir að afmælisdagurinn hafi verið sá „besti sem hún hafi nokkru sinni upplifað.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!