KVENNABLAÐIÐ

„Vasar þeirra eru fóðraðir með blóði og niðurgangi unglingstúlkna”

Þetta segir leikkonan Jameela Jamil sem er frægust fyrir leik sinn í sjónvarpseríunum The Good PlaceÞar talar hún um Kardashian fjölskylduna, og var skotinu beint að Khloé Kardashian eftir að hún hafði lýst kostum árangursríks megrunarkúrs í viðtali við The New York Times en kúrinn gengur út á að skipta máltíðum út, fyrir hristinga.

Auglýsing

Jameela er einnig vel þekkt fyrir baráttu sína gegn staðalímyndum kvenna. Segir hún segir að aðferðir Khloé séu óraunhæfar og „að ekki hafi allir efni á að kaupa sér þjónustu einkaþjálfara, næringarfræðinga, einkakokka og lýtalækna til að láta „laga” það sem þeim mislíkar við útlit sitt. Því sé varasamt og óábyrgt að mæla með slíkum kúrum.“

Auglýsing

 

Khloé Kardashian var fljót til að svara þessum ummælum og kallaði Jameelu hreinlega kjánalega manneskju. Aðspurð sagði Khloé 90 % af fólki hafa mikinn áhuga á lífi hennar sem og fjölskyldu og að þar að auki hafi hún engan áhuga á að lifa á svona neikvæðu orkusvæði”. Jameela hefur margoft áður tjáð sig um og sett fram gagnrýni við frægt fólk þegar það mælir með vafasömum grenningaraðferðum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!