KVENNABLAÐIÐ

Móðir sem myrti þriggja ára dóttur sína fær lífstíðardóm

Claire Colebourn (36) drekkti hinni þriggja ára Bethan í baði á heimili fjölskyldunnar í Fordingbridge, Hampshire, Bretlandi árið 2017, eftir að eiginmaðurinn ætlaði að skilja við hana.

Clarie reyndi sjálfsvíg eftir morðið en sjúkraflutningamenn náðu að lífga hana við. Hún var fundin sek um morð síðastliðinn föstudag, 15. mars.

Auglýsing
Claire
Claire

Hún sýndi engin viðbrögð við dómnum þegar henni var tilkynnt að hún þyrfti að sitja inni í að minnsta kosti 18 ár.

Dómarinn, Johannah Cutts, sagði að Bethan hefði verið „gullfalleg lítil stúlka sem var full af lífi. Hún hafði allt til að lifa fyrir.” Einnig sagði hún að móðirin hafði átt að leita sér hjálpar eftir að hún fór í „tilfinningarússíbana” þegar hjónabandið leystist upp og eiginmaðurinn fór af heimilinu.

Þrátt fyrir að hún hafi verið afar flækt tilfinningalega var sagt að það væru „engin sönnunargögn þess efnis að hún væri haldin geðsjúkdóm” og hún hefði „enga afsökun” fyrir að hafa myrt dóttur sína, sagði dómarinn.

 

Þú varst móðir hennar og þú barst ábyrgð á umönnun hennar og heilsu. Þú vildir neita eiginmanni þínum um að ala upp Bethan. Bethan hefði átt skilið að eiga líf.

Auglýsing

Faðir Bethan, Michael Colebourn, bar vitni fyrir rétti og sagði: „Það er engin leið til að lýsa síðustu 18 mánuðum. Það eina sem gaf lífi mínu tilgang er farið. Fallega dóttir mín var tekin frá mér á svo kaldan og tilfinningalausan hátt. Það var ömurlegt að þurfa að ganga í gegnum þessi réttarhöld, ég og allir sem elskuðu Bethan þurftu að hlusta á síðustu andartök hennar. Það er nístandi. Ég sakna þess svo ofboðslega að vera pabbi – við hefðum getað átt svo góðar stundir saman. Hlátur Bethan var smitandi og hún hafði endalausa orku. Það er ekki sú sekúnda sem líður sem ég er ekki að hugsa um hana.”

Michael
Michael

Clarie var fundin sek um morðið á Bethan. Hún sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp.

Claire hafði trúað því að eiginmaðurinn Michael væri að standa í framhjáhaldi. Í Facebookpósti sagði hún: „Michael labbaði út frá fjölskyldu sinni þann 7. september síðastliðinn og við höfum ekki séð hann síðan. Hann hefur verið að halda framhjáhaldi með fjármálastjóranum í vinnunni sinni. Allt var ákveðið fyrirfram. Þau ætla að taka yfir fyrirtækið og hefja nýtt líf saman.”

Bethan var svo drekkt þann 19. október 2017.

Claire stillti vekjaraklukkuna á þrjú um nóttina og lét renna í bað. Hún sagði svo við lögregluna: „Hún vaknaði…setti hendurnar á kinnarnar mínar og sagðist elska mig. Svo sagði hún: „Ég vil ekki fara í bað, mamma, ég vil ekki fara í bað..”

Síðan reyndi Claire sjálfsvíg með því að sprauta sig með insúlíni ítrekað.

Fyrir framan heimili þeirra
Fyrir framan heimili þeirra

Claire hafði leitað á allskonar vefsíðum um sjálfsvíg og drukknun.

Verjandi hennar reyndi að segja hana vera með persónuleikaröskun, en því var neitað af sérfræðingum.

Claire er búin að vera ár í varðhaldi sem verður dregið frá dómnum. Þegar hún hefur setið inni í 18 ár verður teymi sem metur hvort henni verði einhverntíma hleypt út í samfélagið á ný.

 

Heimild: BBC

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!