KVENNABLAÐIÐ

Hjón með mikinn þyngdarmun vilja losna við „skammarstimpilinn“ – Myndband

Maður sem er 83 kíló er giftur konu sem er 188 kíló lýsir því hvernig líf hans hefur breyst eftir að hann „kom út úr skápnum“ sem einstaklingur sem heillast af stærri konum.

Auglýsing

Anthony Piersanti og konan hans Jean hafa verið saman síðan árið 2006 og gengu í það heilaga árið 2010. Þau búa í Arizonaríki, Bandaríkjunum og segjast ekki vera neitt ósvipuð öðrum pörum og að Anthony líki betur við stærri konur sé alls ekki blæti, heldur bara eitthvað sem hann kýs frekar en annað.

Segir hann í meðfylgjandi viðtali: „Það er vissulega skammarstimpill að minni menn séu með stærri konum eða öfugt – ég held það sé vegna þess að oft er horft á stærra fólk sem minna aðlaðandi.“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!