KVENNABLAÐIÐ

The Simpsons fjarlægja þáttinn sem Michael Jackson kom fram í

Hin vinsæla þáttaröð The Simpsons hefur nú fjarlægt 10. vinsælasta þátt frá upphafi en Michael Jackson talar fyrir sjúkling á geðdeild sem telur sig vera Michael Jackson. Þátturinn heitir „Stark Raving Dad,” og var einn elskaðasti þáttur allra tíma.

Auglýsing

Eftir sýningu á Leaving Neverland, þar sem kynferðisofbeldi af hálfu MJ er lýst ákváðu framleiðendur þáttanna að taka þáttinn úr sýningu því það var „hið eina rétta að gera.“

Auglýsing

James L. Brooks, einn framleiðandinn, sagði við Journal að þátturinn væri einn af hans uppáhalds en hefur hann verið fjarlægður af Simpsons World, sem streymir þáttunum. Ferlið er því hafið að fjarlægja það úr fjöldreifingu og almennri dreifingu. „Ég er á móti bókabrennum af öllu tagi,“ segir Brooks, „en þetta er okkar bók og við höfum leyfi til að fjarlægja kafla.“

Í þættunum „Stark Raving Dad“ þar sem Homer fer á geðsjúkrahús, er Michael Jackson titlaður sem „John Jay Smith,” og þegar afmælissöngur Lisu er sunginn er hann ekki sunginn af Jackson sjálfum, heldur eftirhermu, þrátt fyrir að MJ hafi samið lagið sjálfur. Hann talaði þó inn á þáttinn og var það leyndarmál, en í þættinum er gert grín að honum en samt gefa honum mannlega hlið sem hafði og hefur aldrei verið gert áður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!