KVENNABLAÐIÐ

Elton John segir Michael Jackson hafa verið „geðveikan“ og „truflaðan“

Elton John, sem skefur ekkert af því í nýju æviminningabókinni sinni Me, minnist Michaels Jackson sem mjög „truflaðs einstaklings“ sem þjáðist af „geðsjúkdómum“ allavega á síðustu árum lífs hans.

Auglýsing

Elton ræðir um MJ og ástandið á honum fyrir dauða hans þann 25. júní 2009. Elton hitti fyrst poppstjörnuna þegar hann var táningur. Það var þó ekki fyrr en seinna að Elton velti fyrir sér „hvaða lyfseðilsskyldu lyfjum hann væri fullur af.“

„Hann var raunverulega geðveikur, truflandi manneskja að vera nálægt,“ segir Elton.

Auglýsing

Elton (72) segir að það hafi virst sem svo að Michael „hafi algerlega misst það“ á tíunda áratugnum. Áratugum áður hafi hann þó einnig verið afar truflaður. Hann lýsir hádegisverði sem hann átti með honum í kringum 1990, þar sem Michael var veikur og hafi andlitið á honum allt verið plástrað og mjög farðað: „Aumingja gaurinn leit skelfilega út, mjög veikburða og lasinn.“

Lýsir hann í bókinni farðanum á andliti Michaels sem honum sýndist hafa verið sett á „af brjálæðingi“ og nefið hafi verið með risastórum plástri á.

Hádegisverðurinn breyttist þó í martröð þegar Michael hvarf frá borðinu „án þess að segja orð.“ Hann fannst svo síðar í þjónustuhúsi ráðskonu hans „hljóðlega spilandi spil“ við 11 ára gamlan son hennar: „Af einhverjum ástæðum gat hann ekki höndlað samskipti við fullorðna,“ segir Elton.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!