KVENNABLAÐIÐ

Framleiðendur KUWTK grátbiðja Jordyn að gangast undir lygapróf

Þetta er ekki búið enn! Viku eftir að Jordyn Woods kom fram í þætti og útskýrði sína hlið á málum eftir Tristan Thompson framhjáhaldsskandalinn hafa framleiðendur Keeping up with the Kardashians „grátbeðið“ Jordyn að koma fram í þættinum og undirgangast lygapróf.

Auglýsing

„Þeir eru ólmir í að Kris Jenner taki Jordyn í lygapróf í næstu þáttaröð,“ segir innanbúðaraðili í fjölskyldunni.

Auglýsing

„Allir vilja komast til botns í þessu í eitt skipti fyrir öll og þeir hafa borið hugmyndina undir hana og hún er að hugsa málið,“ hélt hann áfram.

Kris Jenner vill ólm græða á óförum fjölskyldunnar og flest eru þau til í þetta lygapróf en Khloe er ekki ánægð: „Khloe vill bara að þetta sé búið og vill ekki láta sig líta enn verr út. Ef í ljós kemur að Jordyn er að segja satt þarf Khloe að afsaka sig aftur og hún vill það alls ekki.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!