KVENNABLAÐIÐ

Hvað ber árið 2019 í skauti sér? Stjörnuspáin fyrir þitt stjörnumerki

Nýtt ár, ný tækifæri, ný verkefni. Að þessu þurfum við öll að huga. Hvað segja stjörnurnar um stjörnumerkið þitt og hvers er að vænta á nýju ári? Þú veist alveg hvað þarf að gera – en hvenær er besti tíminn til að framkvæma? Hér færðu að lesa allt sem þú þráir að vita!

Fiskarnir

Það stóra fyrir þig á þessu ári er að neptúnus fylgir þér. Það þýðir að þú ert mestmegnis manneskja sem hægt er að treysta og þú gefur mikið af þér. Það er næstum því eins og þér finnist vænna um aðra en þig sjálfa. Tímabilið milli júní og nóvember verður þér erfitt því þá þarftu að horfast í augu við raunveruleikann sem þú vildir helst af öllu forðast. Þegar sannleikurinn kemur í ljós muntu verða langt frá því að vera ánægð/ur en þú verður að horfa á þetta sem tækifæri til að vaxa og læra frá þessum óþægilega, beinskeytta tíma.

Frá miðjum febrúar og fram í mars horfir þú á glasið eins og það sé hálffullt í stað þess að sjá það sem hálf tómt. Þú gefur öllum séns. Fólk á eftir að treysta þér fyrir ýmsum hlutum og jafnvel gráta en ekki láta það stöðva þig í að hjálpa fólki sem þarf á þér að halda í framtíðinni. Þú ert eitt heiðarlegasta merkið, fiskur, og það er aðdáunarvert.

Auglýsing

Hrúturinn

Það mun ekkert stöðva þig á þessu ári, hrútur! Í ár færð þú að sýna heiminum nákvæmlega hver þú ert og hvað þú getur gert. Mars er í þínu húsi þannig þú færð auka „boost” inn í nýtt ár. Það setur tóninn fyrir allt árið og þú munt ná markmiðum þínum, allavega fram í október. Eftir það gætirðu verið dálítið eftir þig, eftir viðburðarríkt á.

Þú gætir orðið dálítið pirraður og reynt að draga úr hlutunum en fólk á til að misskilja. Áætlanir þínar eru heiðarlegar en passaðu þig hvernig þú setur hlutina fram.

Þú átt erfitt með að tjá þig og segja það sem þér býr í brjósti. Til að forðast allan misskilning er mikilvægt að fylgja því sem hjartað segir þér. Ef það segir já er það líklega rétt.

Nautið

Þú færð loksins hlé í tveimur málum sem hafa plagað þig undanfarin ár: Ást og fjármál. Allt virðist á góðri siglingu hvað það varðar og þú andar léttar.

Frá aprílmánuði muntu fá góðan tíma til íhugunar og til að líta inn á við. Að horfast í augu við „dekkri” hliðar sínar, hegðun og venjur er ekki auðvelt en tækifæri til að vaxa er í hendi þér og þú verður að ákveða hvað þú vilt gera við það.

Í maímánuði mun opnast glufa til að stofna ný sambönd við fólk eða hefja ný verkefni og það er einnig í þínu valdi sett hvort þú nýtur þau. Að fela þau í hendurnar á einhverjum öðrum er auðvitað möguleiki en þú ættir að fylgjast vel með þessu þegar fram líða stundir.

Breytingar knýja dyra milli mars- og ágústmánaðar. Þú ert frekar á þeirri línu að hlutirnir eigi ekkert að breytast þannig þú átt í smá erfiðleikum með þetta. Getur þú haldið jafnvægi? Já, en þú þarft að opna huga þinn meira en vant er.

Tvíburarnir

Þú ert í stuði þetta árið! Tímabil í mars, júlí og nóvember eru þó hnignandi þannig búðu þig undir þau. Ef þú ert óviss skaltu fylgja hjartanu. Það gæti farið gegn þínum rökrétta huga en þú munt einungis ná árangri með að stíga út úr þægindahringnum og treysta á þína innri rödd í stað raka og það reynist þér erfitt.

Í mars mun eitthvað gerast hjá þér sem þú áttar þig á að er ekki að virka lengur. Kannski er samband (rómantískt eða viðskiptalegt) að renna sitt skeið? Er tími til að skipta um vinnu? Eða þarftu að taka til í einkalífinu eða þínum persónulega stíl? Hvort sem um stóra eða litla hluti er að ræða er vert að minna þig á að breyting getur verið af hinu góða!

Á sumarmánuðum ertu ofur-félagsleg/ur og forvitin/n. þú reynir að auka þekkingu þína á ýmsum hlutum og þú elskar að tala um það sem þú hefur lært. Þú skalt umgangast áhugavert fólk, spila spurningaspil, hvaðeina sem víkkar sjóndeildarhringinn. Þetta er nýja uppáhaldið þitt!

Auglýsing

Krabbinn

Ef þér finnst þú ekki hafa verið við stjórnvölinn að undanförnu er kominn tími til að þú takir stjórnina. Þú þarft að sýna hversu mikils þú ert megnugur.

Þú skreiðst inn í skelina þína síðla árs 2018 út af slæmri reynslu, óvæntum fréttum eða vonbrigðum af einhverju tagi þannig þú ert ekki í stuði til að sýna fólki þitt viðkvæma sjálf akkúrat núna. Kannski fórstu á samfélagsmiðla og varðst fyrir ónæði eða kannski hefur þú bara alltaf verið feiminn að sýna fólki hver þú raunverulega ert.

Þú finnur hlutina afskaplega vel, hefur djúpar tilfinningar en þú vilt frekar halda þessu fyrir þig heldur en að verða fyrir gagnrýni.

Fullt tungl í janúar mun skína á þína mjúku hlið þó og það verða fáir staðir til að felast. Hvaða spil muntu nota þegar þú ert skyndilega berskjaldaður? Þú átt eftir að komast að því.

Þú munt auka sjálfstraust þitt með hækkandi sól og njóta sumarmánaðanna. Þú kemst í sól og skemmtun með vinum og eða fjölskyldu og þetta gæti orðið rómantískt sumar hjá einhleypum kröbbum.

Um haustið muntu fá smá hvíld, grunsemdir sem þú hefur haft undanfarna mánuði verða að engu. 2019 verður allt varðandi að ná stjórn á eigin lífi og þú þarft ekki að bíða eftir neinu…

Ljónið

„Allt snýst um þig” er setning sem þú elskar. Árið 2019 verður meira ríkjandi en það. Á fyrstu mánuðum aftur verður erfitt fyrir þig að fela hluti, sérstaklega það sem þér finnst í raun og veru og það verður mikið drama. Það eru stórar breytingar í vændum og þú, ljónið, vilt auglýsa þær (ef þær eru þér í hag!) Þú ert ekki jafn spennt að láta aðra vita af þessu slæma…því þú þarft að vernda ljónsegóið með öllum ráðum.

Júlí er mikilvægur mánuður fyrir þig og þú ert við að ýta einhverju stórkostlega stóru úr vör, hvort sem það er að fagna tímamótum eða öðru. Þú vilt að allt í kringum þig sé stórfenglegt og þér mun takast það.

Í lok júlí muntu íhuga þitt einkalíf, og ekki bara rómantíkina. Þú vilt að aðrir dáist að þér, fjölskylda, vinir og vinnufélagar. Þú veist hversu frábært ljón þú ert og vilt bara að aðrir skilji það líka. Því meira hrós sem þú færð, því auðveldara er að umgangast þig.

Um miðjan ágúst skaltu passa upp á samskipti. Þau gætu orðið dramatískari en vanalega, ef það er hægt. Þú elskar að fara á samfélagsmiðla og monta þig, en varaðu þig á að gefa ekki of mikið upp.

Meyjan

Praktíska hliðin hjálpar þér að ná árangri á árinu! Í febrúarmánuði muntu eiga erfitt með að skilja á milli tilfinninga og raka. Þú berst um á hæl og hnakka að verða besta útgáfan af þér sjálfri en hugsanirnar geta borið þig stundum ofurliði. Hvernig er best að ná árangri. Þú getur verið frekar ringluð þessa dagana en þú ert mjög góð blanda af rökhugsun og tilfinningum. Vertu meðvituð um það og þannig muntu betur skilja hvað þú vilt og hvert er best að halda svo.

Ágúst verður annasamur mánuður hjá þér. Þú þarft að klára ákveðin verkefni sem hefur reynst þér erfitt. Hugaðu vel að fjármálunum og ekki taka óþarfa áhættur. Litlu hlutirnir skipta máli.

Í lok ágúst muntu fá einhver svör við öllu því sem á undan er gengið.

Mars, júlí og nóvembermánuðir geta orðið frekar dapurlegir en ef þú hugsar á praktískan máta mun það vinna með þér og yfirvinna alla erfiðleika.

Vogin

Venus hefur verið í þínu húsi og þú getur verið þakklát fyrir að engra leiðinlegra tímabila er að vænta á árinu. Þú munt finna alveg sérstakt jafnvægi í septembermánuði. Þér líður vel í eigin skinni og finnst þú eiga heima í þessari veröld – ekkert kemur þér úr jafnvægi.

Í lok mars er að vænta einhverra breytinga hvað sambönd varðar. Einbeittu þér að því að styrkja gömul sambönd eða rækta ný. Þér er ekkert ómögulegt. Gamall félagi gæti bankað upp á og beðist fyrirgefningar. Þar sem þetta er tími endurnýjunar fyrir þér muntu taka því á réttlátan hátt.

Ef samböndin voru ekki löguð fyrr á árinu færðu aftur tækifæri í september. Þú átt aftur að einbeita þér að samböndum, ekki bara rómantískum, heldur líka fjölskyldusamböndum og viðskiptasamböndum. Þú vilt bara fullkomið jafnvægi og að „öll dýrin í skóginum séu vinir.”

Sporðdrekinn

Hvað viltu á þessu ári, sporðdreki? Hvað kemur hjartanu til að slá hraðar? Draumar eru áhersluefni á árinu og veistu hvað? Sumir þeirra munu rætast!

Mars er í þínu húsi allt árið þannig þú ert fullur af drifkrafti. Í janúar færðu óvænt orkuskot sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum, hversu óraunsæ þau kunna að reynast.

Þú þarft að vera afar heiðarlegur við þig sjálfan og aðra í vinnunni og einkalífinu. Ef þú ert óvenju stressaður skaltu taka auka jógatíma eða fara oftar í nudd. Þú þarft að slaka á til að halda þér heilbrigðum og glöðum.

Frá apríl til október getur þér fundist hægja um og nýttu þá tímann til að eiga við hluti sem þú náðir ekki að eiga við þegar þeir komu upp.

Afmælið þitt verður viðburðarríkt og ekki vera feiminn við að njóta athyglinnar. Þú átt erfitt með að „monta þig” en þú átt skilið að vera dáður og átt að fagna árangrinum sem þú hefur náð.

Bogmaðurinn

Þú ert alltaf til í að læra eitthvað nýtt, þannig 2019 verður þitt ár!

Árið verður fullt af skemmtun og opnum huga. Þú ert alltaf blátt áfram en þú hefur engan áhuga á að predika yfir fólki. Þú lifir og leyfir öðrum að lifa. Frá apríl og fram í byrjun ágúst þarftu að fara yfir hver þú ert og hverju þú trúir og athuga hvort þú ert samkvæmur sjálfum þér.

Fullt tungl um miðjan júní endurvekur trú þína á mannkynið. Þú færð að sjá að allt sem þú hefur lært og lent í hefur gerst af ástæðu. Ef lífið hefur verið ruglingslegt að undanförnu mun það „afruglast” á þessum tíma! Þú róast og færð að sjá hvað er verið að kenna þér.

Í desember skaltu íhuga að læra nýja hluti – fara á námskeið eða stíga út fyrir þægindahringinn. Samskipti við annað fólk ganga greiðlega og þú munt bara græða.

Steingeitin

Þetta ár verður þú örlát og lífið verður örlátt við þig! Þú hefur margar hugmyndir, steingeit, og það er best að byrja að framkvæma strax á árinu. Þú ert metnaðargjörn og elskar að setja þér markmið og ná þeim. Umhverfið hreinlega býður upp á það á árinu. Þú sérð merki þess út um allt að þú ert að gera rétt. Taktu eftir grænu og rauðu ljósunum í umhverfinu!

Satúrnus er í þínu húsi sem þýðir að þú hefur alla möguleika á að ná frábærum árangri í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Íhugaðu smáatriðin fyrst og haltu svo af stað. Frá apríl og fram í miðjan september kann eitthvað að hægjast um en biddu um frest til að ljúka því sem þú þarft að ljúka.

Í október þarftu að byggja eitthvað upp – hvort sem það er sjálfstraustið eða nýtt hús! Vonandi hefurðu þá notað undanfarna mánuði til að byggja þig upp og íhugað hvernig þú getir betrumbætt hlutina því þannig byggir þú nýja hluti á traustari grunni.

Vatnsberinn

Nýtt ár, enn frekari breytingar! Úranus er í þínu húsi og mikið af breytingum verða á lífi þínu þetta árið. Ytri breytingar kalla á innri breytingar einnig. Taktu tíma í að íhuga þau verkefni og þær reynslur sem gera þig að þeirri manneskju sem þú ert.

Þú þarft að verða sjálfstæðari á árinu og öðlast heilbrigðari sýn á vinnusiðfræði. Þú þarft að taka þig á hvað varðar að taka hlutunum alvarlega. Passaðu þig á að hverfa ekki í eigin huga en ekki berja þig fyrir fyrri mistök. Það er ekki allt þér að kenna! Gefðu sjálfum þér frí og hugsaðu jákvætt.

Passaðu þig á að leika enga leiki – fara inn í skelina þína eða segja hluti sem þú meinar ekki.