KVENNABLAÐIÐ

Channing Tatum segir að stjörnuspáapp sé að hlusta á samtölin hans

Leikarinn Channing Tatum segist vera orðinn ofsóknarbrjálaður í myndbandi sem hann póstaði á Instagram, föstudaginn 12. júlí síðastliðinn. Segir hann að allt sem hann talar um í samtölum komi fram á appinu og hann sé orðinn ofsóknarbrjálaður vegna þess.

Talar Magic Mike leikarinn um The Pattern – frítt app sem kom á markað árið 2017.

Auglýsing

Hann segir að appið geti „hlustað” á samtölin hans og sagðist hafa verið í meðferð eða hjá sálfræðingi: „Ég var bara í meðferð í gær, já ég er í meðferð, whatever. Allir ættu að vera í meðferð – og ég fæ athugasemd frá appinu í morgun…notandi nákvæmlega sömu orð og við vorum að nota í meðferðinni,” sagði leikarinn.

„Er síminn að hlusta? Eruð þið að hlusta á samtölin mín og svo bara að hafa eftir allt það sem ég hræddur við?”


View this post on Instagram

A post shared by Channing Tatum (@channingtatum) on

Channing var svo æstur að fá svör að hann krafði Pattern um svör: „Fólkið hjá Pattern, fólk sem notar Pattern, þið þurfið að senda mér skilaboð núna og segja mér hvernig þið vitið þetta. Ég veit ekki einu sinni hvort ég vilji vita þetta. Ég veit ekki hvort einhver vill vita þetta,” hrópaði hann.

Auglýsing

Instagramreikningur Pattern appsins náði í leikarann og sagði hann hefði „brotið netþjóninn þeirra” og sögðust ætla að svara honum: „Hey @Channing Tatum!,” skrifaði fyrirtækið. “Thanks for letting us know you planned on crashing our servers today. We’ll be sliding in your DMs shortly.”

Kærasta Channings, Jessie J tók þátt í samræðunum og grínaðist með að hún væri „the pattern” (ísl. mynstrið.)

Jessie J og Channing hafa verið að taka sambandið á næsta stig. Dóttir Channing fór með honum á tónleika með henni og virðast þau vilja stofna fjölskyldu saman. Jessie hefur opnað sig varðandi að hún þurfi að fara í legnám og geti ekki eignast börn. Hún vill þó ekki fara í aðgerðina heldur ætlar að breyta um mataræði og nota náttúrulyf og bindur hún þannig vonir við að hún geti orðið móðir þrátt fyrir allt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!