KVENNABLAÐIÐ

Hvaða hundategundir eru bestar með börnum?

Að eignast hund er stór ákvörðun og ætti aldrei að taka léttvægt. Þetta er mikil ábyrgð og þú þarft að hugsa um dýrið næstu 10-15 árin. Það stólar á þig! Hundur gefur mikið af sér og eru tryggur og dásamlegur félagsskapur. En það er til fjöldinn allur af tegundum og hverjum þykir sitt. Það þarf að vega og meta fullt af þáttum áður en þú færð þér réttu tegundina fyrir þig. Stærð á húsnæði, hversu mikið verður dýrið eitt heima, hversu mikla hreyfingu þarf það, fer hann úr hárum, ofnæmi, stærð, börn á heimilinu o.s.frv.

Auglýsing

Hundar veita börnum mikinn félagsskap. Þeir sýna ást sína á börnum með því að sleikja þau, kúra með þeim og fylgja þeim eftir. Ef þú ert að hugsa um að fá þér hund og ert með ung börn ættir þú að lesa þessar ábendingar.

Bulldog

1. Bulldog
Ein besta tegundin sem þú getur verið með í kringum börn. Ljúfur í skapi og elskar börn. Lifir í átta til 12 ár.

Golden-retriever

2. Golden Retriever
Elskar að leika og er orkumikill hundur. Dýrkar að vera í kringum börn. Lifir í tíu til 12 ár.

Auglýsing

Beagle

3. Beagle
Mjög ljúfir hundar sem elska félagsskap barna. Eru frekar gáfaðir og elska leiki sem reyna á vitsmuni. Lifa í 12-15 ár.

Newfoundland

4. Newfoundland
Held að þessi tegund sé ekki til á Íslandi. Ótrúlega sætir og miklir bangsar sem elska börn. Eru ótrúlega ljúfir í skapi. Lifa í 8 -10 ár.

Vizsla

5. Vizsla
Eru mjög gefandi. Eru ljúfir og elska að leika við börn. Gelta yfirleitt lítið og hræða því sjaldnast lítil börn. Lifa í 12-15 ár.

Irish-setter

6. Irish setter
Elskar að leika sér og hefur mikla orku. Þreytist aldrei í leik við börn. Eru tryggir og góðir vinir. Lifa í 12-15 ár.

Poodle

7. Poodle
Eru gáfaðir og auðvelt að þjálfa þá. Börn geta auðveldlega stjórnað þeim og þeir leggja sig fram við að skilja og hlýða. Lifa í 12-15 ár.

Labrador-retriever

8. Labrador
Labrador er mjög vinsælir á Íslandi og þykja auðveldir í kringum börn. Þeir elska að leika sér og sýna börnum mikla ást. Oft frábærir í sundi og elska ekkert meira en að synda með börnum. Lifa í tíu-12 ár.

Collie

9. Collie
Hvern langaði ekki í Lassý þegar hann var yngri? Collie hundar henta börnum því þeir vernda þau og gera þau glöð með sínum leik. Auðvelt að þjálfa og elska að leika. Lifa í 14-16 ár.

Bull-Terrier

10. Bull terrier
Með einstaka skapgerð og mjög tryggir. Henta eldri börnum sem elska að leika stríðnisleiki við hundinn sinn. Auðvelt að kenna þeim trix þar sem þeir eru mjög klárir. Lifa í tíu ár.

Veit ekki hvað er til í þessum lista og sitt sýnist hverjum. Ég á sjálf German Sheperd sem er ljúfur og eins og hugur manns. Elskar að leika við börn og ótrúlega elskulegur.

Þýtt og endursagt af pet360.com