KVENNABLAÐIÐ

Hvernig að „borða rétt“ getur orðið að áráttu

Orthorexia nervosa er heiti á mikilli þráhyggju hjá fólki sem leitast við að borða sem hollastan og hreinastan mat sem til er. Hugtakið varð til hjá lækni sem fann sjálfur fyrir þessari hvöt að vera svo ákafur í hollustunni að hann missti sjónar á eðlilegu lífi. Dr. Steven Bratman gaf þráhyggjunni nafn árið 1997 en í dag sjáum við ótrúlega margar síður á Netinu sem innihalda ótal ráðleggingar um hvað sé hollt, hvað kunni að valda sjúkdómum og hvað sé líklegt til að valda offitu.

Auglýsing

jordan2

Kallar Dr. Bratman þessa tilhneigingu (í of miklum mæli ber að athuga) „sjúkdómur dulbúinn sem dyggð.“

Þráhyggjan sker sig frá lystarstoli og lotugræðgi þar sem markmiðið er ekki að vera sem grennst/ur heldur, á frekar kaldhæðnislegan máta, heldur að vera sem heilbrigðastur.
jordan1 og fors

Jordan Younger

Jordan Younger, sem telur sig þjást af þessum kvilla, varð á örskömmum tíma stjarna í netheimum með blogginu sínu New York food blog. The Blonde Vegan var orðið mjög stórt merki í heilsugeiranum, var með sitt eigið app og meira að segja fatalínu: „Oh Kale Yes!“

Younger var með 100 þúsund fylgjendur á Instagram og afar trú hugsjóninni á að borða hreinan mat (e. Clean eating). Gaf hún fylgjendum ráð í afeitrun (e.detoxing) og að fylgja djúskúrum sem voru yfirleitt 10 daga.

Auglýsing

Þrátt fyrir að líta út eins og heilsugyðjan sjálf fór sálarástand hennar versnandi. Lífsþróttur hennar var hverfandi og blæðingar stöðvuðust. Younger fór að hafa alvarlegar áhyggjur af því sem hún lét ofan í sig og þegar hún borðaði máltíð fylltist hún kvíða yfirþví hvað hún gæti hugsanlega innihaldið sem hún var ekki búin að ákveða fyrirfram eða félli ekki að hennar meginreglum. Þegar kvíðinn og þráhyggjan jókst í sífellu fór hún að velta fyrir sér hvort hugsanlega gæti verið að matarræði hennar væri að skemma fyrir henni frekar en hitt.

Í viðtali við The Independent segist Younger hafa þróað með sér hræðslu gagnvart ýmsum tegundum fæðu. „Ég varð stöðugt strangari við mig og hvað ég var að borða. Ég grínaðist við vini þegar ég kallaði ákveðnar fæðutegundir „hræðslumat“ (e. fear foods) því ég hafði ekki lagt mér hann til munns í langan tíma. Það var í fyrstu einfalt að fela sig á bakvið grænmetisætu-skilgreininguna þegar ég var t.d. úti að borða með vinunum. Allt sem ég taldi ekki hreinan mat, lausan við olíu, sykur, glútein og byggt á lífrænum tegundum lét ég ekki ofan í mig.“

Einn helsti vandi orthorexiu er sá að hann er mun „samþykktari“ en aðrir átröskunarsjúkdómar, s.s. lotugræðgi, lystarstol og ofát.Ekki hefur hann enn verið tekinn til greiningar af Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM-5).

Jordan Younger hefur nú verið í meðferð í langan tíma þar sem hún hefur farið í átt að fjölbreyttara mataræði, s.s. farið að borða egg aftur, fisk og kjúkling og hefur nú endurvakið vörumerkið sitt The Vegan Blonde og nefnt það The Balanced Blonde. Það skref var henni þó erfitt þar sem aðdáendur hennar hættu að fylgja henni og henni bárust meira að segja líflátshótanir.

jordan3 carrie

Carrie Armstrong

Að sjálfsögðu er lífsstíll sem byggður er upp á hollum mat ekkert nema góður. Það er hinsvegar þegar hugmyndirnar um lífsstílinn verða þráhyggjukenndar geta þær farið að eyðileggja heilsuna frekar en styðja við hana. Sumir byrja að hætta að borða vissar fæðutegundir, s.s. gúteinvörur eða dýraafurðir en mataræðið getur orðið æði fábreytt ef þróun mataræðisins verður þráhyggjukenndari. „Öruggar fæðutegundir“ að þeirra mati verða orðnar svo fáar að hætt er við vannæringu.

Carrie Armstrong, sjónvarpsþula frá Newcastle, Englandi, fékk sjúkdóm sem varð þess valdandi að hún var hætt að geta stigið í fæturnar.  Þá fór hún að einbeita sér af öllum mætti að því sem hún setti ofan í sig. „Það eina sem ég gat stjórnað var hvað ég borðaði. Ég þráði það eitt að verða „hrein.“ Ég byrjaði á að taka kjöt út af matseðlinum. Svo mjólkurvörur. Ég varð grænmetisæta (e.vegan) en ég var ekki að sjá neinar kraftaverkalausnir. Þá skipti ég yfir í hráfæði, svo ákvað ég að borða einungis ávexti. Áður en ég fékk hjálp var það eina sem ég borðaði var lífrænt ræktaðar melónur. Ég var 38 kíló, tennurnar voru í klessu og hárið var farið að þynnast ískyggilega.“

Armstrong heldur því fram að orthorexia er ekki svo mikið um stjórnina sem slíka heldur að finnast maður „öruggur.“

„Ég stjórnaði ekki matnum, hann stjórnaði mér,“ segir hún. „Ímyndaðu þér að vera skelfingu lostinn að hugsa um mat – þetta stjórnaði mér í átta ár.“

Vill Armstrong þó benda á að ekki allir heilsubloggarar eða næringarráðgjafar séu að ýta undir orthorexíu: „Þetta fólk hefur aðlagað lífsstíl sinn og gert heiminn stærri en ekki minni – þau eru að njóta þess að skiptast á skoðunum við félaga sína og þeirra sem deila sameiginlegu áhugamáli. Orthorexia er allt annað – þú verður einangruð/einangraður og einmana.“

Dr. Bratman, sem fyrr var minnst á, segir að hættan sé mest þegar þráhyggjuhugsanir fari að gera vart við sig: „Þegar manneskjan fer að helga líf sitt skipuleggjandi, kaupandi, undirbúandi og borðandi máltíðir sem eru 100% „réttar“ að hennar mati…þá fer þetta að verða hættulegt.“

Armstrong sem er alkóhólisti í bata segir að hún hafi barist við báðar fíknir á sama hátt: „Það er enga hjálp að fá þar sem þetta er ekki viðurkenndur sjúkdómur. Heimilislæknirinn þinn vísar þér á næringarfræðing sem er ekki að fara að virka. Það ætti að eiga við þetta sem fíknisjúkdóm. Ég þurfi að finna aðra fyllingu í líf mitt annað en mat. Matur fyllir ekki í þetta tóm.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!