KVENNABLAÐIÐ

Svona ættirðu að hengja upp jólaljósin: Ert þú að gera það á rangan hátt?

Hefur þú verið að skreyta í vikunni? Margir hafa sett upp jólatréð og við teljum að heimilið sé afskaplega fallegt og glitrandi, en sumir vita ekki að við höfum verið að hengja seríurnar á tréð rangt! (gasp!)

Ókei, þegar þú skreytir tréð gerir þú ábyggilega eins og í gamla daga – þú byrjar neðst og tekur hringinn, alla leið upp á topp.

Svo virðist sem internetið sé ekki sammála þessu. Þetta er rangt og engan veginn eins og þú átt að gera þetta.

Auglýsing

Hönnuðurinn Francesco Bilotto sagði í viðtali við House Beautiful að betra sé að hengja þau upp lárétt en lóðrétt.

„Á þennan máta mun allt tréð glóa, frá grein til greinar, það mun allt lýsa eins og það getur best.“

Hann segir einnig að svona munu greinarnar ekki „gleypa“ ljósin og fela þau. Með því að hengja þau lárétt sjást þau betur.

Þannig: Hvernig gerir þú þetta?

 

Hvernig setur þú jólaljósin á tréð?

Lárétt
Lóðrétt

Auglýsing

Bilotto mælir með að taka endann á ljósunum (ekki með innstungunni) og byrja á toppnum. Láttu þau niður með trénu. Togaðu svo þegar þú ert komin/n niður um 15-20 sentimetra og farðu upp með ljósin aftur, þar til tími er til kominn að fara niður á við á ný. Endurtaktu þar til allt tréð lýsir glatt.

Hann hefur einnig annað ráð til að láta ljósin skína sem skærast: „Hengdu mest áberandi skreytingarnar innst með trénu og ljósið mun endurspeglast í þeim.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!