KVENNABLAÐIÐ

Fjármálastjörnuspáin þín fyrir árið 2019!

Flest stjörnumerki hafa mikinn áhuga á að vita hvað nýtt ár ber í skauti sér í fjármálunum. Sum eru orðin þreytt á fátæktinni, önnur þrá einhverja breytingu! Hvert sem hugurinn leitar hafa stjörnurnar eitthvað ákveðið í huga fyrir þig á næsta ári.

Ertu tilbúin/n?

Hrúturinn

Þú ert afar fljótlega að fara að uppskera árangur erfiðis þíns. Það sem þú ert að fara í gegnum hefur tekið 15 ár eða…mun taka 15 ár til viðbótar. Þetta þýðir einnig að stór draumur er að fara að rætast. Margir hrútar munu ná hátindi síns ferils. Þeir sem fæddir eru milli 15. apríl og 19. apríl munu fara í gegnum stórar ákvarðanir – hugsanlega sambandsslit.

Nautið

Þetta er góður tími til að innsigla sambönd, sérstaklega hjónabönd. Þau munu verða full af hamingju, frama og velsæld. Árið 2019 munt þú skyndilega hljóta óvæntan auð frá fólki sem þú þekkir ekki persónulega. Kynlífið mun taka breytingum og verða mikilvægara en áður í lífum nauta.

Tvíburar

Það er mikil jákvæð orka í kringum tvíburana á næsta ári og þeir munu hljóta óvæntan „vinning“ í formi frama eða upphefðar af einhverju tagi. 2019 mun verða afskaplega hagstætt fyrir tvíburana og hér er smá ráð frá „vinum“ þínum: Fjárfestu helst í heimilinu. Seinni hluti ársins verður afskaplega gefandi þegar kemur að tengslum við fjölskylduna. Þú þarft hinsvegar að aðlaga þig nýjum forsendum á einhverja vegu og gerðu það með kærleika og opnum huga.

Auglýsing

Krabbi

Þetta er afskaplega góður tími til að hugsa um fasteignakaup. Þú munt einnig njóta góðra stunda í fullkomnu jafnvægi heima við. Hvort sem þú ert heima eða ekki – tímarnir sem þú átt félagslega eru æðislegir árið 2019. Þú átt að slaka á…og ferðast! Þegar árið tekur enda muntu hafa séð breytingar á vinnustaðnum þínum og þú ert í geggjuðum málum hvað heilsu varðar. Einn atburður sem þú átt eftir að sækja á þessu ári mun færa þér draumafélagann. Hvernig sem það er svo skilið!

Ljón

Loksins, loksins muntu verða laus við fjárhagsáhyggjur! Í fyrsta sinn í tíu ár verður innkoman þér hagstæð. Bæði maki og börn verða þín aðaláhersla. Sum ljón munu hefja samband þar sem aldursmunur er þó nokkur. 2019 verður árið þar sem fjölskyldan verður í fyrirrúmi.

Meyjan

Þú munt stöðugt auka tekjur þínar, en þú munt einnig þurfa að taka á þig aukna ábyrgð hvað afkvæmin varðar. Þú ert hugsandi og ert að þróa þá hlið hjá þér – með því að fara á námskeið eða að gera eitthvað sem eykur færni þína (dansnámskeið eða eitthvað tengt tónlist). Fjölskyldan stækkar, hvort sem þú ert að hugsa um að ættleiða eða einhver fjölskyldumeðlimur neitar að fara. Árið 2019 munu nánir fölskyldumeðlimir fara í alvöru sambönd sem þú munt hugsa mikið um.

Vogin

Lífið tekur óvænta beygju. Þú munt annaðhvort flytja á annan stað eða skipta um vinnu. Frá september til október árið 2019 verður mikið um gæfu í þínu lífi, sérstaklega fjárhagslega. Mikilvægt fólk mun hafa áhuga á þér.

Sporðdreki

Þú ert að verða æ vinsælli og tengslanet þitt stækkar á næstunni. Ef þú hefur áhuga á að „freelanca“ er þetta tíminn. Þú hefur mikinn tíma til að hugsa um einstök verkefni sem færa þér ágætis innkomu. Frá október til nóvember 2019 mun gæfan snúast þér í hag, sérstaklega hvað fjárhag varðar. Sjálfstraust þitt eykst og þú verður tilbúin/n að taka áhættur.

Auglýsing

Bogmaður

Þú ert að fara í gegnum tímabil hamingju og auðlegðar. Gott orðspor fer af þér, sérstaklega hvað vinnufélaga varðar. Það kemur upp tækifæri, kannski erlendis að vinna, sérstaklega ef þú ert í heilbrigðisgeiranum eða lögfræðibransanum. Þú verður kröfuharðari á rétt þinn á árinu.

Steingeit

30 ára tímabil er annaðhvort að hefjast eða að enda, sem þýðir að þú þarft að hugsa ýmislegt upp á nýtt. Vinsældir þínar aukast svo um munar á árinu. Þú munt verða fyrri holskeflu beiðna frá fólki sem vill hafa samband við þig af einhverjum ástæðum. Júpíter er að færast inn í þitt merki þannig mikil gæfa mun verða á vegi þínum.

Vatnsberi

Þú átt eftir að taka eftir því að eitthvert rof verður í samskiptum við vini þína eða maka. Þú ert að hugsa um að hætta í vinnunni þinni. Þú átt til að eyða öllu sem er ekki markvert í lífi þínu. Árið 2019 verður eftirtektarverðarvert og þú munt finna þig sjálfa/n. Þú sækist eftir frelsi, fyrst og fremst.

Fiskar

Þetta er tíminn til að læra eitthvað nýtt og ferðast erlendis. Þú kannt að hafa hug á að ferðast vegna einhvers sérstaks sambands og þú átt eitt eða fleiri slík erlendis. Þú munt njóta fjárhagslegs sjálfstæðis á árinu, sérstaklega vegna nýrra atvinnutækifæra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!