KVENNABLAÐIÐ

Skattgreiðendur gætu þurft að punga út 800 milljónum í öryggisgæslu fyrir nýja húsið þeirra Harry og Meghan

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu flytja í Frogmore Cottage á næsta ári, áður en barnið fæðist. Til að svo megi verða þarf gríðarlegar öryggisráðstafanir sem ekki eru til staðar nú þegar. Heimildir segja að þær geti kostað Harry (eða öllu heldur skattgreiðendur) sem samsvarar allt að 800 milljónum ISK.

Hanny og Meghan eru nú í óða önn að breyta Frogmore Cottage í íbúðarhæft húsnæði en þau kjósa að flytja frá Kensingtonhöll, m.a. vegna ósættis milli bræðranna.

Í hringnum er Frogmore Cottage
Í hringnum er Frogmore Cottage

Lokateikningar eru ekki til staðar, eða ekki til sýnis fyrir almenning að minnsta kosti. Fyrrum öryggisráðgjafi Windsorkastala, Ken Wharfe segir: „Kostnaðurinn við bygginguna og öryggisgæsla gæti farið upp í 5 milljón sterlingspund á fyrsta árinu. Það er ekkert öryggi í Frogmore, það býr enginn þar. Það verður að horfa í kostnað á að minnsta kosti tveimur eða þremur öryggisvörðum og að ganga úr skugga um að býlið sé nægilega vel varið af lögreglunni í Thames Valley. Það þarf virkilega að hugsa allt upp á nýtt þegar kemur að þessari lóð því hún er algerlega óvarin á allar hliðar.“

Auglýsing

örygg2

Bætir Ken svo við: „Þetta þyngir róður skattgreiðenda. Thames Valley er ekkert öðruvísi en aðrir og mun þetta taka mjög á pyngjuna. Þetta er risavaxið verkefni. Kostnaðurinn við að koma upp og viðhalda öryggisgæslu, með auknum mannskap getur hlaupið á milljónum á ári hverju.“

200 metrum frá þessu sex herbergja húsi er hinn vinsæli ferðamannastaður Long Walk hjá Windsor. Aðrir inngangar að húsinu eru lengra í burtu en aðgengilegt er að húsinu.

Long Walk
Long Walk
Auglýsing

Ákvörðun nýbökuðu hjónanna hefur þegar komið til tals á þinginu þar sem þetta mun verða greitt af almenningi. Emma Dent Coad þingkona sagði: „Í heimi þar sem heimilisleysi færist í aukana, hvernig er hægt að réttlæta þetta?“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!