KVENNABLAÐIÐ

Heppnustu stjörnumerki ársins 2019!

Hvað ber næsta ár í skauti sér fyrir stjörnumerkin? Sykur fer nú á stúfana og mun birta nokkrar greinar um hvað næsta ár mun hafa í för með sér.

Heppni: Hvaða stjörnumerki detta í lukkupottinn á næsta ári og hver verða ekki-svo-heppin?

Auglýsing

Heppnustu stjörnumerki ársins 2019 eru: Krabbinn, vogin, nautið, sporðdrekinn og bogmaðurinn. Fyrir þessi fimm stjörnumerki mun 2019 fara um þau mjúkum höndum. Bæði frami og persónuleg sambönd munu blómstra þar sem þau eru undir áhrifum Júpiters, sem er þeirra sérstaki velgjörðar„maður!”

Nautið mun verða mjög heppið í öllu því sem það tekur sér fyrir hendur. Janúar, febrúar og marsmánuðir verða afar góðir fyrir nautið þegar kemur að samböndum. Persónulegur þroski, frami og sýnileiki verða í fyrirrúmi. Rómantíkin kemur heldur betur við sögu í aprílmánuði en það er eini mánuðurinn á árinu þar sem munaðarlífi, ást og samkennd mun blómstra í samböndum og þá sérstaklega ástarsamböndum.

Besti mánuður ársins fyrir nautið mun þó verða september.

Fyrstu átta mánuðirnir af 2019 verða fullnægjandi…fyrsti og besti mánuðurinn verða september, eins og áður sagði. Í september verða samningar til langs tíma virkir og þú munt eiga góð viðskiptasambönd. Fyrstu þrjú misseri ársins verða góð fyrir nautin og 2019 verður góður tími fyrir þig að vaxa.

Krabbinn mun njóta góðra fjölskyldutengsla á árinu. Tíminn fram til september 2019 verður tími þar sem hann mun tileinka sér nýjar hugmyndir. Fullkominn tími til að takast á við ný verkefni, að fara í skóla til dæmis. Áhrif júpíters eru mikil og að tengjast „eðlilegu” fólki mun koma á náttúrulegan hátt, að bæta samskipti eða samningagerð. Þú munt hitta fólk á þessum tíma sem þú munt tengjast nánum böndum, hvort sem það er í fasteignakaupum eða í sambandi við eitthvað sem hefur góð áhrif á fjölskyldubönd.

Frá septembermánuði 2019 munu markmið þín tengjast heimili, fjölskyldu og búsetu – hugsaðu um fjárfestingar á þessu tímabili.

Krabbinn mun einnig upplifa einhverjar breytingar í vinnunni. Í ástinni munu rómantískustu mánuðirnir verða júní, júlí og nóvember, en nóvember og desember verða einnig mikilvægir mánuðir fyrir heimilið og fjölskylduna.

Árið 2019 mun sporðdrekinn hafa ávinning af satúrnus og úranusi, sem er tvær plánetur með mikinn kraft. Úranus færir sporðdrekanum orku, ást, frumlegar hugmyndir og endurskipulagningu hugmynda á meðan satúrnus virkar eins og akkeri – stabílt og með rökfestu í kerfinu.

Þetta árið mun sporðdrekinn upplifa alvöru, djúphygli og þolinmæði. Eitthvað sem hann þarf til að taka alvöru ákvarðanir til langs tíma. Tengingin við sólina mun færa honum framfarir, þróun og jákvæðni. Að byggja eitthvað nýtt á gömlum en verðmætum grunni.

Þannig getur árið 2019 verið sporðdrekanum gott hvað varðar framann, sérstaklega ef horft er á hann með opnum huga. Sköpunargáfan blómstrar og þannig geturðu notað hana til að hugsa um breytingar á skipulagðan og opinn hátt, en einnig í einkalífinu því það hjálpar þér að upplifa og njóta fallegra hluta í lífi þínu.

Vogin mun hafa ástina í fyrirrúmi árið 2019. Þetta mun verða gott ár, allt til septembermánuðar.

Auglýsing

Útgeislun þín blómstrar og fleiri og fleiri fara að taka eftir að þú ert einstök, falleg og heillandi manneskja. Þú hefur orkuna og þú hefur hæfileikann til að einbeita þér að markmiðunum. Þú sækist eftir upphefð, viðurkenningum og aukningu fjár, en að skoða, kanna og ferðast er líka eftirsóknarvert.

Erlent fólk og ferðalög til útlanda eru eitthvað sem þú ættir að sækjast eftir. Sjóndeildarhringur þinn er að opnast. Frá septembermánuði 2019 muntu hafa aukinn hæfileika til að hafa stjórn á og auka fjárráð þín. Þú ert undir vernd, sérstaklega í september. Það sem tengist pörum eða pörun er knúið áfram af tilfinningum, ást, jafnvel hjónabandi.

Yfir höfuð mun árið 2019 vera mjög gott fyrir vogina. Ef þú kannt að tjá þig af yfirvegun getur þú forðast flest vandræði. Rómantískustu mánuðir ársins eru febrúar og nóvember. Erfiðustu mánuðirnir verða mars og ágúst.

Bogmaðurinn er einstaklega heppinn árið 2019. Júpíter er ráðandi þar til í janúar 2020 og þú munt svo sannarlega víkka sjóndeildarhringinn. Ferðalög og sambönd við fólk munu færa þér ný tækifæri og að taka þátt í einhverju menningarlegu, vísindalegu, akademísku, ritstjórnarlegu eða andlegu mun örva þig. Í september árið 2019 mun júpíter vera í húsi þínu þannig að árið verður fullt af velgengni, upprisu og þú munt hafa það afar gott fjárhagslega.

Sérstaklega viðkvæmur og ástríkur tími mun eiga sér stað hjá bogmanninum frá 6. apríl til 13 júní.

Fyrstu tvær vikur maímánaðar verða afskaplega rómantískar því ástarplánetan Venus mun verða viðstödd.

Bogmaðurinn mun vaxa mjög í starfi á árinu. Þú munt upplifa tækifæri og upphefð hvað það varðar, meira að segja hjá fólki (yfirmönnum) sem þú áttir ekki von á. Þú færð því eldmóð og styrk til að vaxa og hafðu í huga að koma með hugmyndir sem þig óraði ekki fyrir að vel yrði tekið í.