KVENNABLAÐIÐ

Jenna Dewan komin með nýjan kærasta sem á dramatíska fortíð

Fyrrverandi frú Channing Tatum, Jenna Dewan, hefur nú fundið ástina á ný með Broadways stjörnunni Steve Kazee. Hann er afar myndarlegur, en hefur átt mjög erfitt.

Auglýsing

Steve er þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngleiknum „Once“ en fékk hann Tony verðlaun fyrir vikið. Hann tjáði sig á samfélagsmiðlum um mikinn missi á æviskeiði sínu. Móðir hans lést á páskasunnudag fyrir einhverjum árum síðan . Sagði hann í Instagrampósti að mamma hans hefði verið „svo hortug. Það er sennilega þess vegna sem hún var kölluð uppreisnarseggur. Elska þig mamma. Sakna þín á hverjum degi.“

Auglýsing

View this post on Instagram

So much sass. I guess that’s why they called her rebel. Love you mom. Miss you every single day.

A post shared by Steve Kazee (@stevekazee) on


Þann þriðja maí á þessu ári sagði leikarinn svo frá því að heimili hans í Kentucky hefði brunnið. Allt eyðilagðist og hundurinn hans fórst í eldinum: „Sem betur fer lifðu allir af, fyrir utan hundinn sem mamma elskaði, Frankie,“ sagði Kazee á Twitter.

Fór hann svo á GoFundMe og stofnaði síðu til að fá fjárframlög frá almenningi. Sagði leikarinn að hann og faðir hans hefðu „tapað öllu.“

„Hvorki ég né faðir minn getum gert þetta einir og þess vegna er ég að biðja um hjálp. Allt sem þið getið gefið myndi verða vel þegið.“ Bað hann um 30.000 dollara en í dag hefur síðan aflað 47.000 dollara.

Steve hefur átt nokkur misheppnuð ástarsambönd að baki, en talsmaður hans vill ekkert segja um nýja sambandið við Jennu. Kemur opinberunin um þetta samband í kjölfar þess að Channing er farinn að hitta ensku poppstjörnuna Jessie J.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!