KVENNABLAÐIÐ

Eminem kosinn besti rappari allra tíma

Eminem (Marshall Mathers) er nefndur besti rappari allra tíma af Ranker sem fór á stúfana og fékk fimm milljónir atkvæða frá rappunnendum um allan heim. Samkvæmt Ranker voru kjósendur „frá öllum borgum, báðum kynjum og öllum kynþáttum“ sem tóku þátt í kosningunni um besta rapparann.

Auglýsing

„Loksins hefur verið gefinn út listi yfir bestu rappara allra tíma, kosinn af aðdáendum um heim allan. Frá níunda áratugnum til dagsins í dag telur þessi listi þá sem breyttu rappheiminum,“ stendur á vefsíðu þeirra.

„Lil’ Wayne, Method Man, Jay-Z, Eminem, Andre 3000 og T.I eru meðal þeirra sem komust ofarlega á lista. Auðvitað mun listinn vekja heitar umræður en enginn getur neitað því að Marshall Mathers er verðugur rappari og þess vegna trónir hann á toppnum.“

+

Auglýsing

Tupac og The Notorious B.I.G ásamt Nas, Kendrick Lamar, Snoop Dogg, Jay-Z, Ice Cube, Dr. Dre og Kanye West eru efstir á listanum en Eminem efstur.

Hinn umdeildi rappari komst á blað í kringum árið 2000 og allir þekkja snjallan rímnaleik hans, skemmtilegar línur og miklar ádeilur. Þrátt fyrir að hann sé orðinn 46 ára er hann ótrúlega áhrifamikill og slær hvergi slöku við heldur gaf hann óvænt út plötu um daginn. Ekki kemur á óvart að hann hatar Donald Trump:

“That’s why he wants us to disband, ‘Cause he cannot withstand.

“The fact we’re not afraid of Trump – F**k walkin’ on egg shells, I came to stomp, that’s why he keeps screamin’ ‘Drain the swamp’
“Cause he’s in quicksand, it’s like we take a step forwards, then backwards.

“But this is his form of distraction, plus, he gets an enormous reaction.“

Hér má sjá hann flytja lagið Venom:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!