KVENNABLAÐIÐ

Kim játar að þau Kanye rífast stöðugt

Þann 30. september síðastliðinn var nýr KUWTK sýndur og mikið var um óhreinan þvott í Kardashian klaninu! Markverðast þótti að Kim viðurkenndi að hún og eiginmaðurinn Kanye West hafa verið að rífast mikið.

Auglýsing

Kim opnaði sig við systur sínar, Khloe og Kourtney í sitthvoru lagi og sagði frá vanda sínum í hjónabandinu. Hún segir að Kanye finnist hann „vanræktur“ vegna krakkanna: „Ég held að margir eiginmenn finnist þeir vanræktir þegar þið farið að eignast börn og öll athyglin er tekin frá þeim,“ segir Kim (37).

Auglýsing

Khloe sagði að tilfinningar Kanyes væru ekki alveg óréttlætanlegar – þó Kim hafi nóg að gera með North (5), Saint (2) og Chicago, átta mánaða: „Stundum vilja menn vera fyrsta barnið og þær komi fram við þá sem slíkt. Ég veit að Kim hefur svo mikið að gera og það er auðvelt að fara af leið,“ sagði Khloe. „En eiginmaðurinn vill ennþá að þú hugsir um hann. Ég veit að með þrjú börn ertu þreytt á kvöldin og þú setur það ekki í forgang, en hún verður að gera það.“

Kim sagði einnig að Kanye væri að fara hamförum vegna þessa. Sagði hún að þau hefðu lent í rifrildi út af plástrum. Já, Kanye flippaði því Kim gaf honum „rangan lit“ á plástrum. *hóst*

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!