KVENNABLAÐIÐ

Getur þú ekki sofið eða vaknar upp á nóttunni? Hér er frábært ráð fyrir þig!

Það getur tekið á taugarnar að vakna upp um miðja nótt og geta ekki sofnað aftur. Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum eru um 42% íbúa haldnir þessum kvilla.

Auglýsing

Aðalástæða þess er streita sem við upplifum á degi hverjum. Það eru lífefnafræðileg áhrif sem eru í úrvinnslu þegar við sofum og stresshormón hafa þessi áhrif.

Ef þú þekkir þetta vandamál og ert orðin þreytt/ur á því, er náttúruleg aðferð sem kann að hjálpa þeim sem upplifa svefnleysi oft. Innihaldsefnin eru einföld – salt og sykur, en áhrifin eru ótrúleg. Bæði innihaldsefnin eru líkamanum nauðsynleg og fyrir efnaskiptin þar sem þau þurfa að koma reglu á streituhormónin og framleiðslu fruma.

Auglýsing

getur ekki sof

Áhrifunum má líkja við að þú „stingir frumunum í samband“ þar sem glúkósi er nauðsynlegur hvatberunum og natríum gefur heilbrigt jafnvægi í frumuvökvanum. Sykur sendir þau skilaboð að líkaminn megi hætta að gefa frá sér streituhormón og saltið gefur jafnvægi, sem stillir af adrenalínframleiðslu. Þú þarft líka að vita að sykurinn gerir þig ekki ofvirka/n.

Svona býrðu til „svefnduftið“ til að lækna andvökunótt: 

Tvær matskeiðar bleikt Himalaya salt

Tvær matskeiðar lífrænn brúnn sykur

Fimm matskeiðar lífrænt hunang

Aðferð: 

Blandaðu öllu saman í poka, hristu vel til að fá jafna áferð.

Notkun: 

Áður en þú ferð að sofa, eða ef þú vaknar upp á nóttunni, settu teskeið af mikstúrunni undir tunguna. Hún mun bráðna og fara í blóðrásina. Prófaðu þetta!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!