KVENNABLAÐIÐ

Mannræningi Elizabeth Smart laus úr fangelsi eftir 15 ár

Málið sem hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum: Wanda Barzee aðstoðaði Brian David Mitchell við að nauðga, pynta og halda Elizabeth Smart í nauðung í níu mánuði. Hún hefur nú verið látin laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 15 ár. Elizabeth var aðeins 14 ára þegar henni var rænt.

Auglýsing

Wanda (72) hefur verið í haldi síðastliðin 15 ár í fangelsi í Utahríki en nú mun hún vera á skilorði í fimm ár til viðbótar ásamt því að skrá sig sem kynferðisafbrotamann.

Auglýsing

Elizabeth (30), nú tveggja barna móðir, hefur tjáð reiði sína vegna frelsis Wöndu: „Wanda sá mig sem þræl. Hún horfði á mig sem þernu. Henni var stjórnað af Mitchell en upp á sitt eigið einsdæmi beitti hún mig ofbeldi jafn mikið og hann gerði,“ sagði hún um mannræningjann. „Samfélagið ætti að hafa áhyggjur. Ég myndi hvetja fjölskyldu hennar til að halda henni frá fólki.“

Wanda hefur ekki tjáð eftirsjá vegna mannránsins, að hafa rænt 14 ára gamalli stúlku og haldið henni sem kynlífsþræl: „Hún sagði mér að guð hefði sagt henni að gera það!“ sagði pennavinur hennar í viðtali við Radar árið 2017. „Hún sagðist mundu gera þetta aftur.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!