KVENNABLAÐIÐ

Skæruliðasamtök ætluðu að ræna Lindu P. eftir að hún varð Ungfrú heimur

Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur, segir í færslu sem hún birtir á Facebook að líf hennar hafi breyst „að eilífu“ eftir að hún, 18 ára ferðaðist til El Salvador. Hún segir:

Á þessum degi fyrir mörgum árum síðan breyttist líf mitt að eilífu.

Auglýsing

Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu sjávarþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að.

ræna2

Á einu ári ferðaðist ég til yfir 32ja landa. Ég fékk að sjá það besta og versta í fari mannfólks.

Auglýsing

Minnistæðasta ferðin mín var til El Salvador. Við flugum þangað þegar borgarastyrjöld geisaði, til þess að fara inn í landið með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili, sem nunnur ráku. Okkur tókst það, auk þess söfnuðum við fé til styrktar heimilinu meðan við vorum þarna, með tískusýningu og fleiru. Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta mitt á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.

heim 22

Mér var boðið til hádegisverðarfundar með þáverandi forseta landins, Alfredo Cristiani, sem ég og þáði. Að upplifa borgarstyrjöld var sérstakt. Að heyra skothríð allan sólarhringinn er eitthvað sem enginn vill búa við. Við heimsóttum fjölskyldu í San Salvador og þar sá ég áhrifin sem stríðið var búið að hafa á þau. Heimilisfaðirinn var andlega örmagna.

Vopnaðir lífverðir fylgdu mér hvert fótmál og þeir stóðu vaktina fyrir utan hótelherbergið mitt allan sólarhringinn. Nóttina eftir fundinn við forsetann var ég vakin upp með látum en skæruliðasamtök (guerillas) höfðu gert tilraun til mannráns. Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla.
Eftir að hafa lagt nám á stjórnmálafræði, skil ég enn betur nú, hversu eldfimar þessar aðstæður voru.

Með Ungfrú El Salvador
Með Ungfrú El Salvador

Ég er þakklát fyrir tækifærið að hafa verið Ungfrú Heimur -og ég er enn þann dag í dag tengd MW fyrirtækinu, rúmum þrem áratugum síðar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!