KVENNABLAÐIÐ

Fjölskyldan sem hafnar allri lyfjagjöf

„Barnið okkar hefði getað dáið, en við gáfum því ekki lyf – samkvæmt þróunarkenningunni munu þeir sterkustu lifa af.“ Þetta segja foreldrarnir Janette og Richard Lanigan sem búa í Bretlandi. Þau gefa ekki börnum sínum verkjalyf eða sýklalyf og láta ekki bólusetja börnin sín. Þau setja jafnvel strangt bann við að gefa börnunum parasetamól (Panódíl).

Auglýsing
Fjölskyldan
Fjölskyldan

Þau líta vissulega út fyrir að vera heilbrigð. Foreldrarnir segja að það sé vegna þess að þau séu 100% lyfjalaus. Þegar dóttir þeirra fékk óstöðvandi hósta leyfðu þau ekki að hún fengi nein lyf – þau sögðu að næringarefnin í brjóstamjólkinni myndu halda henni á lífi, ef henni væri ætlað það.

Richard og Janette eiga dæturnar Molly, Isabelle og Eloise. Þær hafa engar bólusetningar fengið, þar með talið fyrir mislingum, inflúensu, lifrarbólgu, heilahimnubólgu B, rótaveiru, rauðum hundum, eða hettusótt. Þær hafa aldrei látið nein lyf inn fyrir sínar varir, ekki einu sinni Panodil!

Auglýsing

Richard (61), sem er fyrrum kírópraktor segir að fleiri ættu að fylgja í fótspor þeirra: „Sannarnir sýna að þú getur látið ónæmiskerfi barnsins styrkjast með því að leyfa því að leika í drullunni og sýkjast. Ef barnið mitt missti brauðið sitt í gólfið tók ég það upp og setti aftur í munninn. Ég styrki ónæmiskerfi stúlknanna minna með því að leyfa þeim að verða veikar. Þær hafa minni frítíma en aðrir í skólanum en það er út af einu – lífsstílnum.“

Með hlaupabólu
Með hlaupabólu

Richard bætir við: „Ef þú horfir á hvernig við þróuðumst urðu mennirnir sterkari með því að veikjast. Leiðin sem móðir náttúra fer er sú að hinir sterkustu lifa af. Að veikjast gerir okkur sterkari. Þetta er harður raunveruleiki, en sannur.“

Ef stúlkurnar finna fyrir sársauka á heimili þeirra í Surrey, er það sterkasta sem faðir þeirra mælir með er ís eða klaki…eða jafnvel goslaust Kók því hann trúir að sýran drepi bakteríur í maganum: „Ís er öflugasti bólgueyðir sem til er og einnig verkjastillandi. Það er samt enginn að græða á því hjá lyfjafyrirtækjunum og þessvegna hvetja þeir fólk til að taka lyf. Ég er samt ekki alfarið á móti lyfjum. Þú þarft þau nauðsynlega í sumum tilfellum. Allt er þó gott í hófi og ofnotkun skaðar heilsuna. Ég held ég sé að gera eitthvað rétt því ég á börn sem aldrei hafa þurft á sýklalyfjum að halda.“

Bætir hann við: „Ég myndi fara með þær á bráðamóttökuna ef þær myndu verða fyrir strætó. Þeir eru góðir með lyf þar. Ekki svo mikið með heilsu þó. Ef þeir væru það væri ekki þessi aukning í ónæmissjúkdómum og t.d. sykursýki II.“

Isabelle fékk hlaupabólu þegar hún var ung, og Eloise fékk höfuðhögg þegar hún var sjö ára. Þegar læknar gáfu henni verkjalyf varð hún svo hrædd að hún spýtti því út úr sér. Faðirinn var spurður hvort hún hefði ofnæmi fyrir sýklalyfjum en hann vissi það auðvitað ekki: „Hjúkkurnar horfðu á mig eins og ég væri eitthvað nýaldarfrík. Þær trúðu því ekki að hún hefði aldrei fengið sýklalyf á þessum aldri.

eng4

Richard fékk sjálfur ristilkrabba sem hann segist hafa læknað sjálfur með kannabisolíu, þrátt fyrir að hafa verið sagt að hann ætti nokkra mánuði eftir ólifaða.

Hann er harðorður gagnvart heilbrigðiskerfinu: „Þeir ættu að einblína meira á næringu og hreyfingu. Heilbrigðiskerfið okkar hefur verið yfirtekið af lyfjafyrirtækjunum. Sýklalyf eiga að lækna alla sjúkdóma og nú höfum við bakteríur sem berjast gegn þeim. Þegar kemur að sýkingum eða veikindum ætti það að vera undir ónæmiskerfi einstaklingsins komið. Ef þeir sterkustu lifa af, og þú reiðir þig á bólusetningar er verið að skapa veikari einstaklinga. Einhverntíma mun eitthvað koma, eins og Spænska veikin og þurrka út milljónir manna.“

Heimild: The Mirror