KVENNABLAÐIÐ

Æfing í útgöngubanni ,,One Of These Night´s“ 73 ára Chan frá UK – Myndband

Í Bretlandi ríkir svo gott sem útgöngubann vegna COVID-19 og 73 ára Chan Thongurai kom sér í gott form á laugardagskvöldi með því að taka vel á því við lagið ,,One Of These Nights“ með Eagles frá 1977. Hér má sjá glitta í góða danstakta með Kung Fu ívafi. Þetta kalla ég að vera glaður og sprækur miðað við aldur.

Lífið hefur breyst mikið hjá stórfjölskyldu Chan frá því að COVID-19 skall á í Bretlandi fyrir fimm vikum síðan. Fjölskyldan hefur bara samband í gegnum síma og vefinn. Núna geta þau ekki heimsótt börnin sín og barnabörn vegna þess að stjórnvöld settu á útgöngubann til að hefta útbreiðslu COVID-19. Hann og konan hans Sue sem eru á sama aldri upplifa sig eins og í fangageymslu heima hjá sér og því er vissara að gera lífið sem bærilegast.

Auglýsing

Þau reyna að halda góðri rútínu og borða hollan mat. Að lokum vill hann vekja athygli á því að ástandið í heiminum sé enn mjög slæmt og því mikilvægt að fólk sé ekki að fjölmenna því að það viti enginn hvort hann beri með sér COVID-19 og í Bretlandi er fólk að deyja á hverjum degi.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!