KVENNABLAÐIÐ

Barnsmæður Charlie Sheen telja hann vera að leyna fé

Denise Richards og Brooke Mueller voru ekki hissa þegar fyrrverandi þeirra beggja, leikarinn Charlie Sheen bað um úrskurð dómstóla til að lækka upphæð meðlags til beggja á mánuði. Telja þær báðar að fyrrum Two and a Half Men leikarinn sé að dylja hversu mikið hann á og hann sé jafnvel að fela reiðufé á heimili sínu í Rosarito í Mexíkó.

Auglýsing

Þeim kemur saman um að „Charlie er ekki að þéna peninga akkúrat núna, en hann á mikið af eignum, þar með talið höll í Mulholland sem hann reynir að leigja út fyrir 4,5 milljónir á mánuði,“ segir innanbúðarmaður við Radar: „Hann á einnig risastórt safn úra, minjagripa um hafnabolta og mikið af reiðufé sem geymt er í Mexíkó.“

Auglýsing

Barnsmæðurnar hafa frétt af því að húsið sé skyndilega varið af öryggisvörðum sem þær telja grunsamlegt þar sem Charlie er  þar mjög sjaldan. Nú ætla þær að berjast gegn því að Charlie fái að borga minna í meðlag á mánuði.

Charlie þarf að borga Denise rúmlega tvær milljónir ISK á mánuði og um 5,5 milljónir til Brooke. Denise á Sam og Lolu, 12 og 14 ára með honum og Brooke á níu ára tvíburana Max og Bob með honum.

Denise (47) og Charlie (52) skildu þegar hún var ólétt að Lolu eftir að hafa verið gift í þrjú ár. Þau fóru í gegnum erfiðan skilnað og hafa átt í erfiðum samskiptum einnig síðan þá.

Brooke (40) og Charlie skildu árið 2011 eftir að hafa verið gift í þrjú ár.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!