KVENNABLAÐIÐ

Var aðeins 16 ára þegar hún vann tugir milljóna í lottói: „Þetta var algert helvíti”

Callie Rogers var aðeins 16 ára þegar hún vann 1.875 milljónir sterlingspunda í lottói (297.225.000 ISK) og það breytti að sjálfsögðu lífi hennar, en á rangan hátt að hennar mati. Hún vill nú berjast fyrir því að bresk stjórnvöld hækki aldurinn til að spila í slíkum spilum upp í 18 ára.

Callie þénar nú 12.000 pund á ári (1,8 m ISK) og leigir íbúð á 500 pund á mánuði (74.000 ISK) , en heldur því fram að hún sé hamingjusamari nú en nokkru sinni áður.

Auglýsing

ugn2

Callie segir að hún hafi verið allt of ung til að fá svo mikla fjármuni í hendurnar. Hún er nú 32 ára gömul. Það eru ekki margir sem segja að þeir hafi orðið hamingjusamari að hafa unnið háar fjárhæðir í slíkum spilum.

Auglýsing

Callie lenti í alls konar málum – líkamlegu og andlegu ofbeldi – og var ofsótt af „gervivinum” sem vildu bara peningana hennar. Segir hún í dag að hún sé fegin að peningarnir séu búnir og vill að fólk yngra en 18 ára megi ekki spila í fjárhættuspilum. Callie segist hafa verið allt of ung til að höndla slíkt og vill ekki að aðrir krakkar á hennar aldri fari í gegnum sama helvíti.

ung3

Í dag er callie einstæð móðir og segist hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Eftir vinninginn eyddi hún hundruðum, þúsundum punda í vini og fjölskyldu en þoldi ofbeldi af hendi ókunnugs fólks og var barin af tveimur afbrýðisömum konum.

Útistandandi skuldir nú eru um 30 milljónir (ISK) en hún lánaði „gervivinum” debetkort og fékk aldrei peningana til baka. Þeir fóru og keyptu sér Macbook og föt og hún djammaði á meðan.

Callie er nú starfandi í nefnd sem reynir að þrýsta á stjórnvöld að hækka þennan aldur til að spila, því spilafíkn spyr ekki um aldur.

ung6

Callie segir: „Fólk er ennþá að spyrja mig um lottóvinninginn. Þú ert bara 16, með alla þessa ábyrgð. Þú ert alveg í stöðu til að fá ráðgjöf en þú hlustar ekkert. Ég var of ung. Ég fór frá því að vera áhyggjulaus unglingur í fullorðna manneskju. Alltaf er þetta dregið upp, sama þótt tíminn líði. Þegar ég fer í atvinnuviðtöl eða annað er ég alltaf að hugsa um þetta. Ég þjáist af mjög alvarlegum kvíða þegar ég hitti ný andlit. Það truflar mig stöðugt hvað öðrum kann að finnast um mig. Ég verð enn fyrir ofbeldi út af þessu.”

ung5

Callie vann stóra vinninginn þann 28. júní 2003. Hún hafði þá verið að vinna í Co-Op fyrir 530 krónur á tímann.

„Ég vildi í raun ekki svo mikinn pening. Ég var á fósturheimili og í fyrsta sinn var ég búin að koma mér fyrir og ég var ánægð. Þegar mér var sagt hversu mikið ég hefði unnið hugsaði ég: „Ég vil ekki svona mikið,” en það var ótrúlega skrýtið að fá þessa upphæð í hendurnar.”

Callie flutti út og keypti sitt fyrsta hús með kærastanum sínum Nicky sem á börnin Kian (14) og Debony (11) með henni.

Hún á núna tvö börn í viðbót, Blake (7) og Georgia (3) með Paul.

Callie eyddi öllu í frí, bíla og gjafir: „Ég gaf öllum pening, fjarlægum ættingjum og vinum vina minna. Ég lánaði 13.000 (pund) hér og 20.000 þar. Ég fékk ekkert til baka. Fólk bað um hjálp við að kaupa nýja bíla og ég hjálpaði. Ég átta mig á í dag hvað fólk var að gera. Það misnotaði mig vegna aldurs míns. Ég átti í mjög fölskum samskiptum.”

ungu l

Þegar Callie var 21 árs áttu þau Nicky í erfiðleikum. Hún reyndi að fyrirfara sér og börnin voru tekin af henni í kjölfarið.

Auglýsing

Sagt var að hún væri kókaínfíkill, en hún neitar því. Hún eyddi hinsvegar miklu í lýtaaðgerðir, t.d. brjóstastækkun. „Ég djammaði mikið og fólk vildi endilega búa til sögur um mig. Ég var bara að gera það sem unglingar gera – fór út og í partý. Ég hef aldrei verið fíkill samt eða eytt miklu í kókaín.”

ung12

Callie hvetur vinningshafa til að halda því leyndu. Hún segir að það hafi verið erfiðast fyrir hana að vera í sviðsljósinu vegna fortíðarinnar: „Allt í einu fór fólk að draga upp fortíðina. Ég var alveg ánægð að hjálpa fjölskyldunni en peningarnir voru ekkert atriði fyrir mig. Kannski af því ég átti enga þegar ég var að alast upp.”

Síðustu peningarnir kláruðust fyrir sjö árum síðan. Það voru 30.000 pund sem fóru inn á íbúð sem fjölskylda hennar átti. Hennar fyrrverandi, Paul, býr enn þar og hún sér það sem fjárfestingu fyrir börnin hennar. Hún keypti einnig hús fyrir afa sinn og ömmu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!