KVENNABLAÐIÐ

Tristan Thompson hefur bara séð son sinn níu sinnum síðan hann fæddist

Fyrirmyndarfaðir, eða hvað? Barnsfaðir Khloe Kardashian, körfuboltaspilarinn Tristan Thompson, hefur bara séð son sinn Prince örfáum sinnum síðan hann fæddist árið 2016. Tristan kann að setja myndir af honum á samfélagsmiðla, en í dómsskjölum segir barnsmóðir hans Jordan Craig, að hann hafa séð hann einungis níu sinnum síðan hann fæddist.

Auglýsing

Tristan sá hann einu sinni árið 2016, fjórum sinnum árið 2017 og fjórum sinnum árið 2018. Í aðeins eitt skipti var hann einn með honum, segir Jordan.

„Ég hef gefið Tristan næstum tvö ár til að bæta ráð sitt og reyna að vera föðurímynd fyrir son okkar. Hann hefur ekki gert það,“ skrifar Jordan í yfirlýsingu í dómsskjölum.

„Ég get ekki neytt Tristan til að vera faðir. Ég hef verið og mun halda áfram að vera eini umsjónarmaður sonar okkar. Það er mér ánægja að hugsa um daglegar þarfir hans. Ég get bara farið fram á að dómurinn skipi Tristan að borga barnameðlag sem hann er skyldugur til.“

Auglýsing

Jordan, sem er bloggari og fyrirsæta, segir að þau hafi samið um óformlegt meðlag, þar sem Tristan fær um 16,4 milljónir dala á ári frá Cleveland Cavaliers. Í fyrstu borgaði hann henni 15.000 dollara á mánuði.

Tristan var ósáttur við þetta allt og sagði að það væri fáránlegt að einhver væri að telja skiptin. Jordan sagði að hún hefði boðið honum að taka þátt í uppeldi sonarins, fara í læknisheimsóknir en annað, en hann hefur ekki sinnt því. Svo ásakaði hann hana um að hafa reynt að tálma umgengni, bæði hvað hann varðar og vini og fjölskyldu.

Tristan var dæmdur til að borga henni 40.000 dali á mánuði. Hann þurfti svo að greiða henni auka 200.000 dali innan 10 daga frá úrskurði dómara, sem var 14. maí.

Jordan segir Tristan hafa haldið margoft framhjá henni þegar hún var ólétt árið 2016. Þegar hún var flutt inn með foreldrum sínum sá hún myndir af honum með Khloe. Segir hún að það hafi valdið henni miklum vandkvæðum á meðgöngunni.

Svo endurtók sagan sig, að sjálfsögðu, en Tristan hélt framhjá henni nokkrum dögum fyrir fæðingu True dóttur þeirra.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!