KVENNABLAÐIÐ

Segist hafa breytt sér meira en nokkur annar: „Ég lít furðulega út“

Þegar hann var 11 ára lét hann teygja á eyrnasneplunum og hefur ekki hætt síðan: Ethan Bramble hóf breytingar á líkama sínum fyrir áratug og hefur engan hug á að hætta.

brey4

Auglýsing

Ethan er frá Ástralíu og er nú 21 árs gamall. Segir hann í viðtölum við fjölmiðla að hann þurfi oft að stoppa á götu úti og útskýra óvenjulegt útlit sitt, þó sérstaklega fyrir konum. Segist hann vera „furðulega útlítandi gæi,“ en hann segir að þessum breytingum megi líkja við að setja á sig naglalakk eða vera með farða. Ethan segist hafa „þráhyggju“ hvernig hann líti út og hefur hann starfað í húðflúrbransanum í átta ár. Hefur hann um 150 tattoo á líkamanum, meira að segja í augunum.

brey3

Þegar hann varð 17 ára fór hann að hafa áhuga á meiriháttar breytingum, því honum líkaði „hvernig það leit út.“ Hann hefur látið skera tunguna í tvennt, hann er með göt á nefinu og nafli hans hefur verið fjarlægður. Hefur hann um 65.000 fylgjendur á Instagram og Facebook sem dást að öllu sem hann gerir.

Auglýsing

brey2

Ethan sagði í viðtali við News.com.au: „Stelpur koma aðallega upp að mér og spyrja: „Af hverju? Bara…af hverju?“

Ég spyr þær á móti: „Af hverju litar þú á þér hárið? Setur á þig farða á morgnana, setur á þig naglalakk? Hvernig þú vilt líta út er þitt mál og ég trúi því að þú ættir ekki að dæma fólk af útlitinu.“

brey1

Það „versta“ sem hann hefur látið gera við sig var tunguskurðurinn sem hann fékk sér þegar hann var 17 ára. Var hann ófær um að drekka og borða eftir aðgerðina og lýsir hann því sem „fimm daga næstum-dauði.“

Að fá sér tattoo á augun var óhugnanlegt og sagðist hann hafa fundið hvernig það væri að vera blindur þegar það var gert.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!